Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 24
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sólheimahálsi ber með sér. í Stóradalsliálsi mynda ungu hraunin 3 segulflokka, þann efsta og neðsta með öflugri pólun, en mið- flokkurinn er rétt segulmagnaður. Eftir afstöðu er það sá flokkur, sem kemur fram á Sólheimahálsi og verður hann að teljast eldri en ísöld. Líklega hafa hraun náð út til Skagafjarðar um Vatns- skarð, en sá dalur hefur dýpkað svo mikið, að ekki þarf að undra þótt þar finnist ekki leifar hraunanna. Það er fyrst inni á móts við Goðdali að þau koma fram í brúnum dalanna, komin þangað sunn- an af öræfum. Dalbotninn er nú í 400 m hæð um Goðdali en hraunin fylla dalinn upp í ca 600 m hæð og verður ekki kom- izt hjá að álykta, að þessi dalfylling hafi náð mun lengra út eftir Skagafirði. Vel má vera, að hraunin hafi runnið norður í Laxárdal beggja vegna við 470 m bunguna, sunnan Þverárdals, sem er úr fornu basalti, en ekki verður það nú rakið. Hæðin á Urðum mælir frem- ur gegn því, að hraun hafi runnið um Laxárdal út á Skaga. Loks má geta þess, að Heiðarhnjúkur (614 m) ofan við Heiði í Gönguskörðum er gerður úr ungu, rétt póluðu kubbabergi. Má fylgja því óslitið niður í 480 m hæð og í 370 m hæð kemur fram ferskt, rétt pólað grágrýti. Ef til vill er þessi myndun sambærileg að aldri við hin ungu hraunin. Eins og áður segir eru í Stóradalshálsi 3 segulflokkar og er sá efsti með öfugri segulstefnu. Hann verður að teljast upprunn- inn við mót plíósens og kvarters eða fyrr og neðri flokkarnir ör- ugglega myndaðir fyrir ísöld. Rétt pólaða bergið á Sólheimahálsi telst til neðri flokkanna og eins kann að vera um hraunið á Hösk- uldsstaðanúp. Ungu hraunin hafa runnið á eldgosaskeiði, sem lík- legast nær yfir síðari hluta plíósen-tímans, en vafasamt tel ég að það nái upp til ísaldar. Og þessi hraun runnu um þroskað landslag, fullmótaða flata dalbotna. Af því verður ljóst, að upphaf þessarar landslagsmyndunar verður að rekja miklu lengra til baka; verður sjálfsagt að gera ráð fyrir að mótun þess hafi tekið þó nokkrar milljónir ára. Aðeins á einum bletti þess svæðis, sem hér er fjallað um, eru verk jökla verulega áberandi, en það er á hæsta blettinum, kring- um Tröllakirkju. Þar er botnamyndun áberandi og staðbundnir jöklar hafa legið þar á ísöld. Þetta sundurétna svæði minnir á há- fjöllin milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og hér fæst nokkur bend-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.