Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 31
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI
21
eru hér miklu yngri myndanir i Hólsf jöllum. Ung tertier hraun um-
lykja innanverðan Jökuldal og Fljótsdal. Jökuldalurinn er sláandi
dæmi um ungan dal, þröngur miðað við það stórfljót, sem um hann
rennur. Jafnframt mun þó eldra dalaskeiðs gæta hér um slóðir.
Auk þess eru hin yngri hraunlög snöruð og jöfnuð eins og við
Hvalfjörð og gæti aldur verið sambærilegur.
í AustfjarðafjöIIum koma fyrir hiu eldri form, þau blasa einkum
við á bakhlið fjallaklasans. Dalirnir sem vita til strandar eru og
vafalítið fyrst myndaðir á eldra skeiðinu, en síðan niðurgrafnir eft-
ir lyftinguna og einkum munu dalajöklar hafa útmáð eldra form-
ið. Sem leifar frá eldra skeiðinu má telja, auk Fagradals, mörg
fjallaskörð milli fjarðanna og baklandsins. Þau eru yfirleitt milli
550 og 650 m há og hlutfallslega djúp miðað við 1000—1100 m
fjallahæðir allt í kring og eru þau í áberandi mótsetningu við nær
algera vöntun á verulegum skörðum milli dalanna eða fjarðanna
innbyrðis, því að dalajöklar hefðu eins getað grafið djúp skörð
þar eins og í dalbotnunum. Hin djúpu botnaskörð set ég í sam-
band við sprungur, sem fjarðakerfið er upphaflega tengt við.
Þá almennu mynd, sem hér hefur verið gefin af síðari jarðsögu
landsins má draga upp þannig:
Elztu hraunlög, sem liafa fylgilög með kulda eða jökuleinkenn-
um eru hugsanlega frá miosen tíma. Eftir snörun þessara laga fer
iram útsléttun og á síðari hluta pliosen er landið slétt og lágt.
Þá renna hraun á sumum svæðum, en nú breytist landið með 6—
700 m lyftingum og varð það einkum í vissum núverandi strand-
svæðum. Eftir lyftingarnar kemur fyrst langt dalmyndunarskeið,
sem áætla má 3—5 milljónir ára að lengd. f lok þess kemur enn
hraunflóðaskeið og hraunin renna eftir sumum dölunum og jafn-
vel hálffylla einstaka dal. í lok pliosen tímans verður 250—300 m
lyfting, sem virðist ná til svo að segja alls landsins. Hefst þá hið
yngra dalaskeið. Á einangruðum svæðum verður dalamyndun í
smáum stíl og yfirleitt eru dalirnir þröngir. Þó verður sums staðar
mjög veruleg eyðing, einkum á svæðum sem opin voru fyrir ágangi
meginjökla og jökulfljóta.
Þurr veðrátta og mikil frost en einnig jökulmyndanir langt aftur
á pliosen og jafnvel niður á miosen mun yfirleitt ekki þykja auðvelt
að skýra eða skilja. í því sambandi vil ég benda á nokkur atriði.
í fyrsta lagi benda segulmælingar mjög ákveðið til þess, að ísland