Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 32
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hai'i haft óbreytta fjarlægð frá heimskautinu síðan elztu jökul- kynja lög mynduðust hér (6). í öðru lagi sýna segulmælingar í öðrum löndum, t. d. Ástralíu og Frakklandi, að löndin hafa liaft óbreytta afstöðu til heimskauta síðan á miosen tíma (9). Þetta út af fyrir sig styrkir það, að hér hefðu getað myndazt jöklar á rniosen. Það sem á móti mælir eru liins vegar hin miklu almennu hlýindi veðrátt- unum á þeim tíma. Nú er þess að gæta, að meðalárshiti á 65. breiddargráðu er nú um —5° C. Árshitinn hér á landi er um 10° ofan við það rneðal- lag og stafar það af áhrifum frá Golfstraumnum. Ef almennur hiti á jörðinni á síðari liluta míósen hefði verið um 5° hærri en nú (skv. sumum áætlunum var hann 3—5° hærri en nú), en Golf- straumsins hefði eigi gætt hér á landi mundi árshitinn hér liafa verið kringum 0° C og á skeiðum með röku loftslagi hefði þá mjög eðlilega getað komið til jöklamyndana. Þannig gætu hinar fornu jökulmyndanir verið eðlileg afleiðing af vöntun Golfstraums- áhrifa hér við land, en það virðist ekki þurfa að rekast á þá stað- reynd, að í Vestur-Evrópu var enn hlýtt á míósen; þar gat Golf- straumsins gætt, þótt hann næði ekki hingað. Sýnilega dregur þessi skýring þann dilk á eftir sér, að gera yrði ráð fyrir miklum breytingum á hafsbotninum suður frá íslandi síðan á míósen tíma og get ég ekki séð neitt óeðlilegt við það. Að minni hyggju felur skýringin ekki neitt í sér sem væri jarð- fræðilega séð óeðlilegt, en auðvitað verða fleiri rannsóknir að koma til áður en hún yrði viðurkennd. HEIMILDARIT - REFERENCES 1. /. Hospers, Nederl. Akad. Proceed, 15, 56, No. 5, 1953; 57, No. 1, 1954. 2. A. Roche, C.R. 256, 1953, p. 107. 3. Trausli Einarsson and Þorbjörn Sigurgeirsson, Natnre, 175, 1955, p. 892. 4. Trausli Einarsson, Neues Jb. Geol. Palaontol., Mh. 1957, 4, p. 159—175. 5. „ „ Phil. Mag. Suppl. Vol. 6, No. 22, p. 232-239, 1957. 6. Þorbjörn Sigurgeirsson, Phil. Mag. Suppl. Vol. 6, No. 22, p. 240—246. 7. T. Nagata et al., Journ, Geomagn. Geoelectr. Vol. IX, No. 1, p. 23—41, 1957. 8. M. Schwarzbach und H. D. Pflug, Neues Jb. Geol. Palaontol. Abh. 104 p. 279-298, 1957. 9. E. Irving, Phil. Mag. Suppl. Vol. 6, No. 22, p. 194—218.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.