Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 37
PÁLMAR 27 visnura blómum eftir blómfallið. Hanga fullþroskaðar kókoshnet- urnar í klösum milli bláðfótanna 10—12 mánuðum eftir blómgun. Kókoshnot vegur oft um 1 kg, svo ekki er gott að verða undir, þegar hnot fellur af páluja. „Hneturnar" eru í rauninni steinaldin, sléttar utan. Svo kemur um 5 cm þykkt trefjalag og síðan þunn en hörð hnotskurn utan um kímið og hina hvítu, bragðgóðu og nærandi fræhvítu. Fræhvítan er liol og í henni er tær vökvi, mjög hressandi til drykkjar, meðan hnetan er hálfþroskuð. Sækja menn bæði mat og drykk upp í trén. Kókospálmar vaxa hvarvetna á ströndunr Indlandshafsins og á eyjum þar og í Kyrralrafi. Sums staðar líka langt inni í landi, ef veðráttan leyfir. T. d. vaxa kókospálmar upp með Amazonfljóti í Suður-Ameríku allt að 500 km inn í land. En þeir þrífast aðeins í heitu og röku loftslagi, þar sem meðalhitinn er um 22° C. Þess vegna vaxa þeir óvíða meir en um 600 m yfir sjó, þótt í hitabelt- inu sé. Sagt er að hægt sé að hagnýta kókospálmann á 99 vegu! Og geysi haglegt tré er hann, svo mikið er víst. Úr hnetunum fæst kókosolía, trefjar til vefnaðar; sykur er unninn úr blómskipunum, blöðin eru höfð í húsþök og ennfremur til skreytinga og fléttaðar körfur úr hinum mjóu blaðflipum. Börnin nota hin stóru, visnu blöð fyrir eins konar sleða. Kókosolían er notuð við matargerð á marga vegu, einnig sem lampaolía og fegurðarsmyrsl. Konur á Suð- urhafseyjum bera olíuna í hár sitt, sem þá gljáir fagurlega (en lyktin getur orðið sterk, og lýs una lífinu vel í fitusmurðu hárinu). Kókosfita er mikið notuð í sápur og smjörlíki. Kopra er notuð í brauðvörur o. fl., unnið úr hinni olíuríku fræhvítu kókoshnetanna. Víða veitir kókospálminn fólkinu flestar nauðsynjar — að segja má. Kókoshnetur geta borizt langar leiðir með hafstraumum og spír- að eftir talsvert sjávarvolk. En útbreiðsla kókospálmans á eyjurn úthafanna mun þó meira vera mannanna verk. Þeir fluttu jafnan pálmann (eða hneturnar) með sér og gróðursettu er þeir námu ný lönd. Olíupálminn (Elaeis guineensis) er hávaxinn og grannur, líkt og kókospálmi, en stofninn er alsettur gömlum blaðslíðrum og því mjög ósléttur og grófur á að líta. Utan á stofnunum vaxa ýmsar blómjurtir, t. d. brönugrös, einnig burknar, mosar o. fl. Geta stofnar olíupálmans þannig orðið mjög sérkennilegir og fagrir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.