Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 46
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úr skorðum, og verður innbyrðis afstaða þeirra þá reglulaus. Sam- búin eru ýmist þráðlaga, flöt, hnöttótt eða óregluleg að lögun, og fer það eftir því, hvernig deilisniðin liggja við frumuskiptingarnar. Liggi deilisniðið alltaf eins, myndast einföld röð af frumum, eða þráður. Séu sniðin tvö, hornrétt hvort á annað, myndast einfalt frumulag, svo að sambúð verður íiatt. Og bætist þriðja sniðið við, hornrétt á hin tvö, verður sambúið kassalaga eða hnöttótt. Þræðir geta og lagst margir saman og myndað flatt eða iiolkúlulaga sam- bú. Stærð sambúanna fer eftir því. hversu fljótt frumuhóparnir 3. mynd. Chamaesiphon incrustans, sem ásæta á þráðlaga þör- ung. Til hægri grómyndun. (West). skiljast að, en aðskilnaður þeirra virðist algerlega háður tilviljun, bæði um tíma og eins um liitt, hvar á sambúinu skilin verða. Fljótt á litið er oft erfitt að greina sambú frá frumuvef. Þar á er þó mikill eðlismunur og oftast líka sýnilegur munur, þegar vel er að gáð. I sambúi er hver fruma sjálfstæður einstaklingur, sem losnað getur frá sambýlingunum og orðið upphaf að nýju sambúi. Enda eru tengslin á milli frumanna í sambúinu ekki önnur en hinir hlaupkenndu hjúpar, er um þær liggja og gera sameiginlega veggi þeirra, eða hið myndlausa ldaup, er frumurnar sitja í. í frumuvef jurta aftur á móti eru frumurnar tengdar frymistengslum (plas- modesma), og í hverjum fjölfruma einstaklingi, eða vefplöntu, eru alltaf nokkrar frumur og oftast yfirgnæfandi meirihluti, sem ekki getur orðið upphaf nýs einstaklings. Á þetta einnig við um þalið, en svo nefnist fruntuvefur sá, sem fjölfruma þelingar og enda líka

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.