Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 49
BLÁGRÆNÞÖRUNGAR 39 a b 5. mynd. a Dichothrix orsiniana. b Calothrix parietina. Keðjur með gervitví- greiningu. Neðst í hverri keðju gulfruma, efst hárfrumur. (Frémy). og oftast líka þararauði (phykoerythrin). Eru þessi litarefni dreifð um allt litfrymið, en ekki samankomin í litkornum. eins og gerist í frumum annarra þörunga. Af þessum mörgu litarefnum fá frum- ur blágrænþörunganna hina sérkennilegu liti. Oftast er litur þeirra blágrænn, olívugrænn eða fjólublár, en stundum gulgrænn eða gulbrúnn. Verður liturinn eftir því, hver hlutföll eru á milli lit- arefnanna, en það fer eftir tegundum og oft líka eftir kringum- stæðum, svo sem næringu, birtu o. fl. Skorti frumurnar t. d. nær- ingu til lengdar, getur farið svo, að litarefnin hverfi að mestu leyti, öll nema karótínið, og verða frumurnar þá gulleitar. Tillífun kolsýrunnar fer fram í litfryminu með aðstoð blaðgræn- unnar, eins og gerist í grænukornum annarra jurta. Kolvetnið, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.