Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 50
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 6. mynd. a Tolypothrix tenuis (x 000). Gulfrumur cndastæðar. (Boye-Petersen). b. Scyionema tolypothrichoides. Efst til vinstri gróðurdúskur í hálfri stærð. Hinn hluti myndarinnar (X 250) sýnir mismunandi gervigreiningar. Gulfrumur á dreif um keðjuna. (Frémy). myndast er þó ekki venjulegur mjölvi, lieldur líkist það meira forðasykri (glykogen), þeim sem myndast í dýrum. í litfryminu sjást oftast nokkur smákorn, sem stundum er skipað niður á vissan liátt, svo að einkennandi er fyrir tegundina. Flest þessi lcorn eru vafalaust forðanæring, sum úr kolvetnum, en önnnr úr eggjahvítu- efnum. Miðfrymið líkist mjög litfryminu að gerð, en er litlaust. Á dreif um það eru kirnisýrusambönd mjög lík þeim, er finnast í litni og litþráðum venjulegra frumukjarna. Útlit er því fyrir, að miðfrym- ið fari með hlutverk kjarnans, enda þótt gerð þess sé einfaldari. Vantar það bæði kjarnahýði og kjarnakorn, og ekki hafa lieldur með vissu sézt í því litþræðir meðan á skiptingu stendur. Safabólur. Venjulegar safabólur fylltar vökva eru mjög sjaldgæfar í frum-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.