Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 54
44
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
an losna úr keðjunni og smjúga út úr slíðrinu, e£ nokkurt er, og
verður hver bútur upphaf að nýjum þræði. Kallast þetta æxlibút-
ar (hormogonea), og getur liver bútur verið 2—3 frumur að lengd,
9. mynd. a Oscillatoria proboscidea, b O. sancta, c O. limo-
sa, d O. curviceps. Stafgerlar ásætur á d. (Gomont).
en oftar eru þeir gerðir af fleiri frumum. Stundum myndast sér-
stakur veggur utan um æxlibútinn og nefnist hann þá bútgró
(hormospore).
Grómyndun.
Bifgró hafa aldrei fundizt hjá blágrænþörungum, en nokkrar
aðrar gerðir af gróum eru þar algengar. Algengastar eru dvalafrum-
urnar (akinetes), en það eru eins konar gró til þess gerð að bjarga
tegundinni, þegar lífsskilyrðin verða erfið. Dvalafrumur mynd-
ast af venjulegum frumum við það að frumuveggurinn þykknar,
forðanæring safnast í frymið, en litarefnin og frymistengslin hverfa.
Við þetta stækkar fruman og verður oft mjög áberandi. Venjulega
eru dvalafrumurnar einar sér eða tvær saman, en einstaka sinn-
um eru þær fleiri saman í röð (8. mynd). Algengt er að þær
liggja næst við gulfrumu og þá oft við enda frumukeðjunnar.
Dvalafrumur blágrænþörunga geta haldið lífi árum saman. Eru
dæmi til þess, að þær hafi getað spírað eftir 70 ára geymslu í þurr-
um jarðvegi. Við spírun dvalafrumunnar myndast í flestum tilfell-
um strax ný frumukeðja.
Grómyndun í gróhirzlum er sérkennandi fyrir blágrænþörunga