Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 55
BLÁGRÆNÞÖRUNGAR
45
10. mynd. a Phormidium autumnale (X 800). (G. M. Smith). b Lyngbya
Martensiana. Með æxlikeðjum. (Tilden).
a£ ættbálkinum Chamaesiphonales. Gró þessi myndast við endur-
teknar skiptingar frymisins innan frumuveggjarins, sem þá verður
að gróhirzlu. Þegar hirzlan springur losna gróin öll í einu. Þör-
ungar af ættkvíslinni Chamaesiphon mynda þó gróin á annan hátt,
cða hvert á eftir öðru. Sjálfur er þörungurinn aðeins ein fruma,
sem situr föst á grunni eða stilk, en fellir gróin hins vegar af topp-
hlutanum (3. mynd).
Afbrigði af grómyndun er myndun dvergfrumanna (nannocytes).
Verða þær til á þann hátt, að hver frumuskipting rekur aðra, svo
að dótturfrumurnar hafa hvergi nærri náð fullri stærð, þegar þær
skipta sér aftur. Myndast þannig hópur al' smávöxnum frumum,
sem fyrst í stað er oft umluktur vegg móðurfrumunnar.
Guljrumur.
Mjög annars eðlis en dvalafrumurnar og gróin eru hinar svo-
kölluðu gulfrumur (heterocysta), en þær finnast í flestum þráðlaga
Jjörungum. Gulfruma myndast úr venjulegri frurnu við það, að