Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 63
SKÝRSLA UM HIÐ ÍSLENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG 53 Finnur Guðmundsson, dr. rer. mat., og fundarritari Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri. Varaformaður minntist látinna félaga og skýrði frá starfi félagsins á liðnu ári. Vegna langdvalar formanns erlendis kom iiann ekki til greina við stjórnar- kjör. Varaformaður lýsti yfir, að hann gæti ekki, vegna anna, gefið kost á sér í stjórn félagsins. Kosnir voru í stjórn fyrir árið 1958 þeir Gunnar Árnason, Guðmundur Kjartansson, Jóhannes Áskelsson, Sigurður Pétursson og Unn- steinn Stefánsson. Varamenn í stjórn voru kosnir þeir Ingólfur Davíðsson og Þór Guðjónsson. Endurskoðendur reikninga voru endurkosnir, þeir Ársæll Árna- son og Kristján A. Kristjánsson, og Eiríkur Einarsson til vara. Fræðslustarfsemi Félagið gekkst fyrir 8 samkomum í 1. kennslustofu Háskólans. Þar voru flutt jressi erindi: 7. jan. Tómas Tryggvason, jarðfræðingur: Jarðfræðiþingið í Mexico 1956. 28. jan. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur: Lakagígur og Skaftár- eldahraun. Á sama fundi var myndasýning frá fræðsluferð félagsins í Raufar- hólshelli á næstliðnu vori. 25. febr. Sturla Friðriksson, grasafræðingur: Um jurtaleyfar frá Bergþórs- hvoli á söguöld. 25. marz Ingimar Óskarsson, grasafræðingur: Hagræn nýting skeldýra. 29. apr. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur: Um ský og skýjaheiti. 28. okt. N. Hovmöller, veðurfræðingur: Klimatologien i gár, i dag og i inorgen —• en gammel videnskab og en fornyet opgave. 25. nóv. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur: Lnngisjór og umhverfi hans. Hinn 27. maí voru sýndar tvær bandarískar fræðslukvikmyndir: Afstöðu- breytingar sjávar og Fiskirannsóknir við Flórída. Meðalfundarsókn var 66 manns, fæstir 34, flestir 110. Hinn 2. júní var farin fræðsluferð umhverfis Þingvallavatn undir stjórn Sturlu Friðrikssonar og Guðmundar Kjartanssonar. Þátttakendur voru 11. Á Uppstigningardag, 30. mal, var farin gróðursetningarferð í Heiðmörk undir stjórn Gunnars Árnasonar og voru gróðursettar 1400 plöntur í reit félagsins. Þátttakendur voru 8. Þátturinn „Náttúrlegir ltludr“ var niður lagður fyrst um sinn, en á vegum félagsins voru flutt 17 fræðsluerindi um náttúrufræði. Annaðist Guðmundur Kjartansson útvegun þeirra. Þótti þetta í heild góður erindaflokkur. Útgáfustarfsemi Dr. Sigurður Pétursson var áfram ritstjóri Nátúrufræðingsins og útgáfan var með sama hætti og árið áður. Fjárhagur félagsins Þess skal með þakklæti getið, að Alþingi veitti félaginu styrk til starfsemi sinnar, að upphæð kr. 20.000,00.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.