Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 40
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimiimmmiiiiiimimiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimmimiiiiiiiiimiiiimmiimuiimiiiiiiiiinimiiiiiininincm Hvaða fugl? Það kemur eigi ósjaldan fyrir, að fólk spyr um nöfn á fugl- um, sem það hafi séð, en ekki þekkt. Er þá fuglinum lýst eins vel og unnt er, en því miður er alla jafna ógerningur að þekkja fugla eftir lýsingum manna, nema um því sérkennilegri tegund sé að ræða. Skulu hér tilgreind tvö dæmi, úr bréfum, sem mér hafa borizt, en því miður verð eg að láta mér nægja að þakka þeim, sem sendu, fyrir áhuga þeirra, — fróðleiksfýsn þeirra get eg ekkisvarað. 1. I Hnífsdal sást í fyrsta skipti 6. maí 1934 fugl, sem eng- inn þekkti. Lýsingin, eins og hún var í bréfinu, er á þessa leið: „Að stærð líkur þresti, heldur minni en stærri, dökkleitur að lit, með fjólubláa slikju um höfuð og háls, með hvítan hálfhring aftan á hálsi eða höfði. Það, sem einkum einkenndi fuglinn, var, að vængirnir löfðu niður í líkingu við það, sem er á smáfuglum, þegar þeir eru að dragast upp. Fuglinn var svo spakur, að eg hélt, með tilliti til vængjanna, að hann væri að drepast, og bað eg því dreng, sem hjá mér var, að taka hann, en þá flaug hann og sveif hér mjög lengi milli húsanna í þorpinu, sem hann flaug oft fast upp að. Fuglinn var mjög vel fleygur“. 2. Frá Hallormsstað var mér skrifað, 26. júlí 1934: „Fyrir 3 árum varð eg var við nýjan söngfugl hér í skógin- um, sem syngur miklu betur en þrösturinn. Röddin fullkomnari og hvellari. Hann er miklu minni en þrösturinn, mógrár á bolinn, en ljósari á bringu. Annars hefi eg aldrei náð í hann, svo þetta er ekki nægilega áreiðanleg lýsing á lit hans. Hann er mjög mann- fælinn, þó hefir fólk komizt nokkuð nálægt honum. En nú í sumar fundust egg þessa tittlings. Þau voru tvö í hreiðri, en annað brotnaði. Hitt eggið sendi eg yður“. Því miður komst eggið aldrei til mín. Það brotnaði og brot- unum var fleygt. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.