Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 12
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN náttúrurannsóknir hafa átt við kröpp kjör að búa. Hann eggjar ís- lenzka menntamenn til nýrra átaka og ritar: . . megum við aldrei gleyma, og það verður aldrei fullbrýnt fyrir íslenzkum stjórnarvöld- um, að það er einn höfuðþáttur í tilverurétti íslenzkrar menningar og um leið íslenzks sjálfstæðis, að við liöfum sjálfir meginhluta rann- sóknanna á náttúru landsins í okkar höndum. Við verðum að gera okkur fyllilega ljóst, að það er hégómi að hafa dýr sendiráð út um lönd, til þess að sýna sjálfstæði Islands, ef við afsönnum samtímis rétt okkar til sjálfstæð's með því að láta hÖfuðritin um- náttúru landsins birtast í öðrum löndum undir stjórn erlendra manna." Hann sá þá ósk sína rauast, að stjórnarvöldin sýndu náttúruvís- indunum meiri rausn en tíðkaðist þá, er hann ritaði þetta. Honum var sjálfum veitt forstaða grasadeildar Náttúrugripasafnsins unr ára- mót 1948. Um langt skeið hafði hann borið fyrir brjósti framtíð þessa salns, eins og sést af þátttöku hans í Grænlandsleiðangrinum. Skýrast kom það í ljós, þegar Grasadeildinni barst hin höfðinglega gjöf próf. Skottsbergs, um 5000 tegundir norrænna jurta. Það var mest fyrir hans frumkvæði, að safninu hlotnaðist þessi nytsamlega gjöf. Það var hrifning í svip hans, er hann fyrir skömmu sýndi gest- um feng þennan, og þá grunaði engan, að ævi hans væri senn öll. Það var orðið augljóst, að Guðni var gæddur beztu eiginleikum safnvarðar: snyrtímennsku og reglusemi. En meginstarfsemi hans hafði fram að þessu beinzt að öðrum viðfangsefnum grasafræðinn- ar, sérstaklega erfðafræði, sent hann hafði unnið að árum saman. Þar voru lionum aðrir eiginleikar gefnir, sem rit lians bera fagran vott um, en það voru glöggskyggni og frábær þolinmæði. Fyrsta vísindalega rit hans birtist árið 1941 og heitir „Om Aphan- es arvensis L. og A. microcarpa (Bo'ss. et Reut.) Rothm. og deres IJdbredelse i Danmark". Ritgerð þessi, um tégundir skyldar maríu- stakki, byggist á rannsóknum, er hann gerði á ferðalögum um Dan- mörku sumarið 1939, en hann kemur hér líka inn á mjög erfiðar rannsóknir á vefjum og ákveður kromósómfjölda þeirra, sem hafði verið torleyst þraut, vegna smæðar kromósómanna. Magistersprófi í grasafræði lauk Guðrii vorið 1943 og skilaði þá til prófs viðamikilli ritgerð um tegundahugtakið, og hvernig grasa- fræð ngar liafa skilið það í einstökum tilfellum. Þessi ritgerð hefur ekki birzt á prenti. Þegar hér var komið, var hann byrjaður á samstarli við dr. Thor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.