Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 28
Trausti Einarsson: Gos Geysis í Haukadal Ágrip af rannsóknasögu Tilraunir til skýringa á gosum Geysis liaia freistað margra, bæði jarðfræðinga og eðlisfræðinga, allt frá því að skozki jarðfræðingurinn Mackenzie ferðaðist hér um landið 1810 og gaf þá skýringu á gos- unum, sem við hann hefnr verið kennd. Sú skýring var á þá leið, að hverpípan, sem er lóðréttur, sívalur strokkur, um 3 m víður og um 20 m djúpur, væri tengd með göngum við liltölulega stór holrúm eða geyma niðri í jörðinni, annaðhvort undir pípunni eða h 1 iðhallt út frá henni. Mackenzie hugsaði sér, að í þessa geyma safnaðist gufa, og er þeir fylltust, brytist hún út og þeytti vatninu upp úr hverpipunni og skapaði þannig gosið. Þessir geymar eru óskyldir þeirn (þröngu) rás- um, sem vafalaust Hggja frá pípunni niður á mikið dýpi og vatnið streymir upp eftir. 1846 kom hingað eðlis- og efnafræðingurinn Bunsen, er síðar varð lieimskunnur vísindamaður. Hann mældi ásamt Descloiseaux all- rækilega liitann í Geysi með venjulegum hámarkshitamæli. Hitinn reyndist vaxa með dýpinu og náði allt að 127°C í botni pípunnar, en var milli 80 og 90 stig á yfirborði. Á 10 m dýpi náði hitinn allt að 120°C. Þegar þessar tölur eru athugaðar í sambandi við suðumark vatns, eru þær allathyglisverðar. Vatn sýður -við I00°C undir þrýstingi einnar loftþyngdar. Sé bætt við þrýstingi 10 m hárrar vatnssúlu, þ. e. einni loftþyngd til viðbótar, verður súðumarkið rétt um 120°C, en á 20 m dýpi er suðumarkið um 134°C. Mælingarnar sýndu því, að hvorki á yfirborði né í botni pípunnar gat átt sér stað suða, en um miðja pípuna gat liitinn stigið upp undir suðumark fyrir það dýpi. Bunsen ályktaði ]rví, að ekki þyrfti nema litla lyftingu á allri vatnssúlunni í pípunni — en við það mundi renna ofan af súlunni, sem stóð á 120° heita vatninu, og þrýstingur og suðumark lækka —

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.