Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 32
24 NÁTTÚRUFRÆtílNGURINN því aðeins treysta, að mikillar varúðar sé gætt og sífelld prófun liöfð um hönd. Að Barth rnælir lækkaði hita frá miðju til botns, sýnir blátt áfram, að tækið var ekki í lagi, þegar tekið er tillit til liinna óhrekjanlegu mælinga með kvikasilfursmælunum. En svo var annað að tæki Barths. Það þurfti um 2 mínútur t i 1 að taka við sér og sýna fullan hita. Þegar mælt er með svona tæki þar, sem hitinn er ört breytilegur, fæst alls ekki fram hæstur hiti, heldur visst meðaltal lægsta og liæsta liita. Mælingar Barths voru því greinileg afturför. Sumarið 1947 kotnu hingað tveir prófessorar frá Harvard háskóla, jarðfræðingur.'nn Graton og eðlisfræðingurinn Birch, og voru þeir að kynna sér jarðhitann, en Graton hafði fengizt við athuganir á flestum helztu jarðhitasvæðum jarðarinnar. Við Steinþór heitinn Sigurðsson leiðbeindum þeim og sögðum þeim meðal annars, hvern- ig sakirnar stæðu um Geysi. Þeir fengu þá áhuga á málinu og vörðu annarri viku dvalarinnar hér til rannsókna á Geysi. Steinþór vann með þeim að þeim rannsóknum, sem aðallega voru fólgnar í liita- mælingum. Þeir höfðu bæði venjulega kvikasilfursmæla og rafmagnshitamæli. Þeir staðfestu fyrri mælingar á því, að hitinn fer vaxandi frá miðju til botns og getur nálgazt suðumark um miðja pípu. En ekki tókst þeim að mæla yfirhitun. Þeim var þó vel ljóst, að ástæðan gat verið sú, að rafmagnsmælir þeirra var jafntregur og sá, er Barth hafði notað, þurfti um 2 mínútur til að sýna fullan hita. Mér skildist þó á Birch, að hann hefði sannfærzt um, að yfirhitun mundi valda gosúnum. Þetta „hitamál" virtist ætla að verða eitt af eilífðarmálunum. En þá var það, að Þorbirni Sigurgeirssyni eðlisfræðingi tókst að leiða það til lykta. Hann fékk sér nýja tegund af rafmagnshitamæli, sem tekur við sér á sekúndu eða styttri tíma. Og nú lét Geysir ekki á sér standa! Þá var þetta mál loksins úr sögunni, því þama dansaði hitinn um miðja pípu ýmist neðan við suðumarkið eða hánn skauzt 5 og 6 gráður upp fyrir suðumark. Á því var ekki lengur minnsti vafi, að mikil yfirhitun átti sér stað í Geysi, en sveiflurnar voru svo snöggar, eins og búizt hafði verið við, að engin von var til, að yfirhitans gætti á eldri mælunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.