Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 43
UM ALDUR GEYSIS
35
1. mynd. Geysir i byrjnn goss. Sniftið á nccstu mynd cr mœ\t i bakkanum
lengst til xnnstri.
hinn frægi sænski náttúrufræðingur Torbern Bergman, sem fyrstur
sýndi fram á útfellingu kísils úr Geysisvatninu, er hann athugaði
þau sýnishorn, sem Uno von Troil tók með sér úr Banks-leiðangrin-
um 1772.) Mæling Forbes’ var sú, að hann dýfði grasvisk í lænu,
sem rann frá Geysisskálinni. Þegar grasviskin var búin að liggja í
lænunni í 24 tíma, var setzt á hana kísilskán að þykkt á við pappírs-
blað. Forbes áætlaði þykkt þessarar kísilskánar %oo þumlungs, og
þar sem Jionum mældist Geysisrörið 7fi2 þumlungar, reiknaði hann
út, að þetta rör hefði myndazt á 1000—1100 árum.
Þorvaldur Thoroddsen var sömu skoðunar og Descloizeaux, að
hverasvæðið í Haukadal væri miklu eldra en landnám íslands, en
færði engin ný rök fyrir þeirri skoðun.
í grein sinni um Geysi í Tímariti Verkfræðingafélagsins 1938
getur Trausti Einarsson þess, að það kísillag, sem á þrjátíu árum
hafi setz.t á steina á skálarbarmi Geysis, sé um 10 crn þykkt. Hann
dregur þar af þá ályktun, að skoðun Forbes um aldur Geysis þurfi
ekki að vera mjög ljarri lagi, og ymprar á möguleika jtess, að Geysir
hafi myndazt í sambandi við Heklugosið og jarðskjálftana 1294.