Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 47
UM ALDUR GEVSIS 39 sniði, enda hefur áður verið sýnt fram ;i. að Geysir liggur alveg við vesturmörk þess öskulags. Bæði í Skallakots- og Geysis-sniðinu er að linna þrjú ljós iög frá lorsögulegri tíð, nff. Vflb og þau tvö lög, sem Iiér eru nefnd X og Y. Lagið X er Jjósgult að lit. í Skallakotssniðinu er þetta lag injög gróft, stærstu kögglar þess 3—4 cm í þvermál. I Cfeysissniðinu er þvermál stærstu kornanna 0,4 cm. Neðsta ljósa lagið, Y, er gráhvítt að lit. Við Skallakot er það grí'ifsöndugt, en við Geysi línsöndugt — meðal- söndugt. 5 cm undir lagi X er í Geysissniðinu lag al kísilhrúðri. Þykkt þessa lags hefur ekki verið mæld, en vart mun það mjög þykkt. Mætti gizka ;í, að það væri um metra á þykkt. Ég gróf 30 cm niður í þetta lag. Þar skijitast á lög af óumbreyttu kísilhrúðri og lög af eins konar leirmold, rauðleitri. Hér virðist því einnig hafa skiji/.t á rennsli af súru og basísku vatni. Ef saman er borið sn ð mitt við Geysi og snið það, sem Barth mældi í Geysisskálinni, er auðsætt, að vikurlagið í sniði Barths er hið sama og lag X í mínu sniði. Ég lief borið saman vikurinn í báð- um þessum sniðum. Litur og kornstærð hans er hin sama í báðum. Hins vegar kemur ekki til greina, að vikurlagið í sniði Barths sé hið sama og VHb eða Y í rnínu sniði, því að þau lög eru bæði miklu fín- kornóttari. Það er því öruggt, að vikurlagið í Sniði Barths, sem liggur undir hinni eiginlegu keilu Geysis, er ekki myndað í sambandi við Heklugos 1294, það er myndað Iöngu fyrir landnámsöld. Mín ákveðna skoðun er og, að Hekla liafi alls ekki gosið 1294 og skulu hér leidd nokkur rök að þeirri staðhæfingu. Goss í Heklu 1294 er að- eins getið í einurn annál, Oddverja annál. Þessi annáll er varðveittur í pappírshandriti lrá síðari hluta 16. aldar (AM 417 4to) og er talið líklegt, að það sé handrit þess raanns, er tók saman annálinn. í annál þessum segir um árið 1294 m. a.: „Eldur hinn fimmti í Heklufelli með svo miklum mætti og landskjálfta. að víða í Fljótshlíð og Rang- árvöllum og svo fyrir utan Þjórsá sprakk jörð og mörg hús féllu af jarðskjálftanum og týndust menn. Ganga mátti þurrum fæti yfii Rangá af vikrar falli. Víða í lónum og þar, sem af kastaði straumn- um í Þjórsá var svo þykkt vikurin, að fal ána. Svo sögðu og kaup- menn, sem hingað komu um sumarið eftir, að þessu megin Færeyja voru víða svartir flákar á sjónum af \ ikrinni. í Eyjarfjalli hjá Hauka- dal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru. Á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.