Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 8
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN andi frumu, þær báðar síðan tvær aðrar o. s. frv. Tíglaveiki-vírus, sem kemur á blað tóbaksplöntu, orsakar þá það, að eitthvert ákveðið efni í frumum blaðsins breytist á skömmum tíma í tíglaveiki-vírus. Eins og áður hefur verið fram tekið, er það sameiginlegt með öll- um þeim vírusum, sem við þekkjum, að þeir auka aðeins kyn sitt í lifandi frumum, jurta eða dýra. Kemur þetta fram sem meira eða minna hættulegur sjúkdómur á hlutaðeigandi jurt eða dýri. Nokkra sérstöðu hafa þeir vírusar, sem lifa í gerlum, því að þeir leysa jafnan gerilfrumuna upp í skjótri svipan. Er þessi vírusaflokkur því oftast nefndur gerilœtur eða ,,Bacteriophagae“. Það er einungis þessi skað- legu áhrif vírusanna á frumurnar, og sjúkdómarnir, sem þeir orsaka, er orðið hafa þess valdandi, að það hafa yfirleitt fundizt nokkrir vír- usar. Ennþá þekkjum við heldur ekki neina aðra vírusa en þá, sem eru snýklar, en þar með er auðvitað ekki útilokað, að eitthvað sjálf- stæðari virusar séu til. Ræklun vírusa. Þeir vírusar, sem nú eru þekktir, verða ekki ræktaðir nema í lifandi frumum, og gerir það allar rannsóknir á þeim miklu erfiðari. Gerla er, sem kunnugt er, jafnan hægt að rækta í blöndum af lífrænum efnum í tilraunaglösum, og eru blöndur þessar dauðhreinsaðar áður, svo að þar er ekkert lifandi fyrir. Til þess að rækta vírusa, þarf aftur á móti að hafa lifandi jurta- eða dýravef. Slíka vefi má rækta í dauð- hreinsaðri blöndu lífrænna efna. Einnig er mjög algengt að nota ung- uð egg. Eru venjulega notuð hænuegg og þau látin unga hæfilega mikið, en þá er virusnum sáð i þau, og vex hann þar í vefjum fóst- ursins og fylgjunnar. Misjafnlega gengur þó slík ræktun, eftir því hvaða virustegund á í hlut. Til dæmis hefur allt fram til þessa ekki verið hægt að rækta mænuveiki-virus, nema í mænu eða heila lifandi apa, með öðrum orðum, það hefur orðið að sýkja heilan apa, í stað þess að sá í eitt tilraunaglas eða i egg. Alveg nýlega hefur þó tek- izt að rækta vírustegund þessa í lifandi vef í tilraunaglasi. Yirusunum er jafnan skipað í þrjá höfuðflokka: 1) Vírusa, sem lifa í gerlum, Phaginea, 2) Vírusa, sem lifa í jurtum, Phytophaginea, 3) Vírusa, sem lifa í dýrum, Zoophaginea. 1 hverjum flokki eru þekktar fjölda margar tegundir, sem hlotið hafa sín vísindalegu heiti á sama hátt og tegundir jurta og dýra. Af nokkrum algengustu teg- undunum má t. d. nefna:

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.