Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Fjölgun gerilœtu. Myndimar sýna gerilfrumu og 4 stig í vexti gerilætu. Geril- ætan er gerð af eggjahvítuhjúp (skástrikað) og kirnissýrusambandi (svart). Klukk- an til vinstri sýnir tímann, sem hin einstöku stig taka. Á fyrstu myndinni er sýnt, hvernig gerilætan sezt utan á gerilfrumuna, eggjahvituhjúpurinn verður eftir fyrir utan, en kimið smýgur inn í frumuna. Á annarri mynd er kirnið horfið, en hefur vírusa, og meira að segja varpað nokkru ljósi á grundvallaratriði líf- fræðinnar, lifið í sinni frumstæðustu mynd. Við skulum nú fylgjast með lífsferli gerilætu, eða gerilvíruss, og sjá hvað gerist. 1 næringarvökva sveimar fjöldi lifandi gerla, ákveð- innar tegundar, og á meðal þeirra dreifum við nú fleiri eða færri virusum þeirrar tegundar, sem á við geriltegundina, þ. e. sem getur lifað í lienni. Vírusarnir setjast þegar utan á gerilfrumurnar, smjúga siðan inn í þær og hverfa þar með öllu. Verður ekki annað séð, en vírusarnir leysist upp, um leið og þeir koma inn í gerilfrumuna. Líður nú góð stund, að ekkert sést til vírusanna innan í frumunum, en svo fara þeir að koma í ljós aftur, fyrst fáir, en síðan fleiri og fleiri. Að lokum springur gerilfruman og út úr henni koma svo 1—2 hundruð nýir virusar, sömu tegundar og þeir, sem notaðir voru til smitunarinnar. Allt getur þetta gengið fyrir sig á fáum mínútum, og minnir þetta óneitanlega nokkuð á kristallinn í saltupplausninni í dæminu hér að framan. Hér með er nú samt ekki öll sagan sögð, og komum við nú að merkilegasta atriðinu. Það er algengt, að tvö eða fleiri afbrigði af vírus geti smitað sömu geriltegundina. Getur þá hæglega farið svo, að vírusar af tveim mismunandi afbrigðum lendi innan í sömu geril- frumunni, með þeim afleiðingum, að þegar fruman springur, koma

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.