Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um við endurtekna neyzlu matar úr sýktu fræi (korndrjólaeitrun). Menn, sem neytt liafa allt að 3,5 grömmum af drjólakorni í brauði, hafa kennt flökurleika, lystarleysis, þorsta og höfuðverkjar. Sumir þorna í liálsi, fá uppköst og aðrar meltingartruflanir. Fylgir þessu slen, samdróttur augnopa og hækkandi blóðþrýstingur. Við endur- tekna neyzlu eitursins geta æðaveggir herpzt mjög og valdið þeim truflunum á blóðrás, að drep komi í líkamshluti. Skilningarvit geta sljóvgazt, vöðvar herpzt og hinn sjúki fengið krampa og flog. (Taylor 1934). Eitrun þessi er þó, sem betur fer, ekki algeng, þar sem eftirlit er haft með kornuppskeru, eins og gert er í flestum kornræktarlöndum. Er unnt að fleyta drjólana ofan af korni, sem sett hefur verið í 20% saltpækil, því að þeir eru léttari en kornið og fljóta ofan á. Reynt er að vernda komakurinn gegn smitun, með því að gæta þess, að út- sæði sé hreint og grafa niður korndrjólana með djúpri haustplægingu. Samt kemur stöku sinnum fyrir, að sýkt korn er hirt af vangá og þekkingarleysi, eða óprúttnir sölumenn nota sýkt korn til drýginda og valda með þvi tjóni á heilsu manna.1) Korinlrjólaeitrun fyrri alila. Það mun lítill vafi leika á því, að korndrjólaeitrun hafi löngum þjóð þær þjóðir, sem hafa ræktað og neytt nígs. Telur Reichborn- Kjennerud (1940), er hann ritar um sögu korndrjólasýkinnar í bók sinni, „Vár gamle trolldomsmedisin“, að Rómverjum hafi verið kunn- ugt um korndrjóla, enda þótt þeir hafi verið litlir rúgræktarmenn, og bendi þeirra morbi cerealis meðal annars til þess. Telur hann og, að Plinius eigi J)ar að einhverju leyti við þann sjúkdóm, er hanri segir: Ignis sacri plura sunt genera, inter quae medium hominem am- biens, qui zoster appellatur, et enecat si cinxerit. Þar sem „ignis sacer“ gat átt við þrenns konar sjúkdóma, ristil (zoster), heimakomu (erysi- pelas) og korndrjólasýki, en ristill og aðrir húðsjúkdómar voru ekki lífshættulegir, þótt þeir næðu að vaxa i kringum bol eða limi, sem gat hins vegar vel ótt við korndrjólasýki á drepstiginu. Hinum sjúka hefur vissulega fundizt eldur brenna i líkama sínum, þegar drep liljóp í líkamshluta, svo að hold virtist brenna frá beini. 1) Korndrjólum er þó stundum safnað, þar sem eitur peiira er notað til ákveð- inna lyfjagerða.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.