Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 24
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fylgja uppköst, höfuðverkur og kvalafullir krampar, einkum í kreppi-
vöðvum liðanna, sem dragast smátt og smátt saman. Fótleggirnir
geta þannig kreppzt afturábak, svo að hælar nemi við sitjanda, og
getur hinn sjúki þá eigi fært sig úr stað, nema með því að skriða á
hnjánum." Síðan lýsir hann sjúkdómstilfellum á Norðurlöndum og
hvernig Antoníusarmunkarnir stofnuðu þar klaustur til lækninga.
Virðist sjúkdómurinn vera viðloðandi í Noregi allt fram á seinni hluta
nítjándu aldar, er reglugerð var sett um hreinsun á korni.
Á fyrri hluta miðalda var þekking manna á orsökum þessa hræði-
lega sjúkdóms ekki mikil, og það var ekki fyrr en árið 1597, að lækna-
deildin í Marburg komst að því, eftir nákvæma athugun, að korn-
drjólar í brauði ullu sjúkdóminum, og korndrjólar voru myndaðir
af sveppum, er lifðu á korninu (Haggard). Árið 1630 komst fransk-
ur maður, Thullier að nafni, að sömu niðurstöðu, án þess að vera
kunnugt um fyrri rannsóknir, með því að fóðra dýr á korndrjólum.
Þrátt fyrir uppgötvun þessa var það þó fyrst hálfri annari öld seinna,
að augu manna opnuðust almennt fyrir því, að drjólakornið ylli sjúk-
dóminum, og lengi eimdi eftir af trúnni um, að það væri ignis sacer,
sem brenndi hold frá beinum.1)
Islenzkar bókmenntir fyrri alda lýsa einnig hinu ömurlega ástandi
þess fólks, sem sjúkdóminn hefur. Er þess sums staðar getið, að „illur
eldur“ eða „eldligt drep“ hafi etið hold manna, að útlimir hafi
kreppzt og dregizt saman. 1 Maríu sögu, sem skrifuð er á 12.—13.
öld, er átakanleg lýsing á sjúkdóminum, en þess getið, að hægt sé að
lækna hann með guðsótta og góðum siðum. Þar stendur svo: „Þessi
krankleiki er svo fallinn, að hann kemur í holdið sem eldur og fyllir
allt með vá, verður hörundið og skinnið allt blátt sem drep, og þrútn-
ar ákaflega, svo að kjötið skilst frá beinunum og verður að engu, —
allt til þess er eldurinn hefur alla hina ytri líkama uppetið, og þessi
skjóti bruni kemur inn í lífið. . . . Þessi sami eldur hafði etið ásjónu
[konu einnar], svo að allt brjóskið og kjötið var af nefinu, og hin
neðri vörin var öll af, og allt bert tanna holdið, og svo um jaxlana
allt út til kjálkanna. . .. Tvær konur . . . hafði eldurinn mjög brennt.
Hann hafði etið allan kjálkann af annarri, svo að hræðilegt var að
1) Reichborn-Kjennerud telur það athyglisvert, að i islenzku eru korndi)ólamir
kallaðir drep eða korndrep (sbr. Sigfús Blöndal, 1924), sem gæti bent til þess, að
Islendingum hafi fyrr á tímum verið kunnugt um, að þeir gætu valdið drepi holds-
ins. Þetta mun þó ekki eiga við rök að styðjast, þar sem orðmyndanir þessar eru
nýjar, og liklega dregnar af hinu dökka og visna útliti drjólanna.