Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 30
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
nákvæmni, þótt hann, að vísu, geri sér ekki grein fyrir því, að um
svepp er að ræða. Er athyglisverðast, að hann veit, að melskíturinn
er mjög óhollur til átu, og eitrun hans geti valdið „innvortis mein-
iæti“. Og hann aðvarar fólk um að hreinsa kornið tæpum 100 árum
áður en reglugerðin um kornhreinsun er sett í Noregi. En Sæmundur
Hólm minnist ekki á neinn sérstakan, sem hafi sýkzt af neyzlu hins
skemmda korns.
Sveinn Pálsson læknir (1945), sem ferðaðist um Suðurlandsundir-
lendið eftir Skaftáreldana, lýsir einnig meldrjólum og eitrun þeirra,
þó ekki geri hann það eins nákvæmlega og Sæmundur Hólm. Notar
hann þar orðið ,vmelskít“ eða „melaskít“ ýmist um sjúkdóminn á
mönnum og ofvöxtinn á melnum og jafnvel yfir sveppinn sjálfan
eftir þvi, sem Þorvaldur Thoroddsen (1920) hefur eftir honum, i
sambandi við heilbrigði melsins á Möðrudalsöræfum.1) Sveinn telur
hins vegar, að eitrunin sé útbreidd. „Undarlegt er þó,“ skrifar hann,
„að menn hafa síðan [eftir eldgosin 1783], einkum í Landbroti,
þjáðst mjög af hinum svonefnda melskít. Svo er mál með vexti, að
kjarninn eða fræið á melnum breytist í nokkurs konar dökkbrúnt,
hornkennt og allt að því tveggja þumlunga langt æxli, sem þykir
valda iðrakvefi, niðurgangi og öðrum kvillum, er það kemur í mat-
inn.“ Sveinn minnist enn á hið sama, er hann gagnrýnir rit Magn-
úsar Stephensens (1785) um Skaftárelda, þótt Magnús virðist hvergi
geta meldrjóla. Segir Sveinn, að menn telji melinn sýkjast fyrst í
Skaftáreldunum, sem ekki var óeðlileg skoðun á þeim tíma, þegar
allt virtist vera óheilnæmt í jörðu og á, pestarkjötið, jarðargróðurinn
allur, drykkjarvatnið og jafnvel loftið sjálft. Vafasöm er þessi stað-
hæfing þó, og öllu sennilega, að Skaftfellingar hafi þá fyrst neyðzt
til þess að leggja sér korndrjóla til munns í hallærisárunum eftir
gosin, en slíkt hafi verið forðazt áður, enda er lýsing Sæmundar
Hólm á melskítnum einnig sönnun þess, að meldrjólarnir voru þekkt-
ir fyrir Skaftáreldana. Enda þótt Sveinn telji sjúkdóminn algengan,
minnist hann ekki frekar en Sæmundur á nökkurn sérstakan, sem
hafi sýkzt af neyzlu meldrjólanna, og lýsing Sveins á iðrakvefi, nið-
urgangi og vindverkjum sem afleiðingum melskítsneyzlu, er ekki sér-
staklega einkennandi fyrir korndrjólaeitrun. — Gat eitrun meldrjól-
anna þá aðeins valdið magakrömpum í verstu tilfellum, en ekki drepi
1) Þessn tilvitnun hef ég þó ekki getað fundið, og er liklegt, nð Þorvnldur hnfi
þetta úr hréfi Magnúsar lil Tordals aintmanns.