Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 31
HINN HEILAGI ELDUR 173 og kreppu, eins og rúgdrjólaeitrunin á meginlandi Evrópu, eða settu landsmenn þau hörmulegu sjúkdómseinkenni ekki í samband við meldrjólana? Til þess að ganga úr skugga um, hvort meldrjólar hafi getað valdið illkynjaðri sótt, ber fyrst að leita í sjúkdómslýsingum Vestur-Skaftfellinga, sem einna fremstir voru í meltekju. Hefðu ein- hver brögð verið að þessum sjúkdómi hér á landi, ætti þess fyrst og fremst að vera getið þar, en þar virðist í fljótu bragði fátt benda til þess, að nokkur liafi sýkzt af meldrjólum. Árið 1201 er að vísu talað um drepsótt mikla á Skúmstöðum í Vestur-Landeyjum, sem var bæði á mönnum og skepnum. Kom Guðmundur góði þar og vígði akra, töður og engjar, og tók þá af sóttina (Biskupasögur I, Sturl- unga, 1946). Er athyglisvert við þessa frásögn, að sama sóttin virð- ist grípa naut og hross, jafnt sem menn, og hún vera sett í samband við óheilnæmt gras og korn af ökrum, og gæti því vel átt við mel- drjólaeitrun. Verður þó aðeins um getgátu að ræða, þar sem sjúk- dómslýsing fylgir ekki sögunni. Næstu aldir þar á eftir er fátt um sagnir úr Vestur-Skaftafells- sýslu, og virðist hvergi getið meldrjólaeitrunar. Frá árinu 1789 er hins vegar til lýsing af veikindum stúlku nokkurrar úr þeirri sýslu, sem er svo sérstök, að við lestur hennar er varla unnt annað en að láta sér til hugar koma hinn brennandi eld miðaldanna. Er lýsingin á þessa leið: „1 vesturparti Skaftafellssýslu bar svo til, að stúlka nokkur varð fyrst afllaus öðrum megin í kroppnum, síðan heyrnar- laus, mállaus, sjónlaus og afsinna, eftir átta vikna tima fékk hún aftur sjón, heyrn og aðra sansa, en á holdið duttu stór kaun, einkum komu göt á höfuðskelina hér og hvar, þaðan af lifði hún í einn mán- aðartíma og andaðist síðan“ (Hannes Finnsson, 1789). Sigurjón Jónsson (1944) segir, að honum „hugkvæmist ekki“, að þessi iýsing „geti átt við neinn sjúkdóm, nema helzt sárasótt", en þó vn'ðist liann ekki ánægður með þá skýringu. Dauða stúlkunnar ber nokkuð brátt að, og ekki er talað um, að hún finni áður til sjúk- dómsins. Stúlkan er úr Vestur-Skaftafellssýslu og veikist og deyr á því tímabili, sem Sæmundur Hólm varar við neyzlu hins skemmda korns. Hafði þessi stúlka þá ef til vill nærzt á sýktu melkorni? Var hún ef til vill olnbogabam heimilisins, sem fékk aðeins úrgangsmel, meldrjólana að fæðu? Hin fáorða lýsing Hannesar Finnssonar gefur ekkert til kynna um það, og ekki lýsir hún heldur neitt nánar hag stúlkunnar. Þegar hér var komið sögu, virtist því ekki annað sýnna en aldrei

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.