Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 44
Sigurður Blöndal: Tilraun til greiningar á birki í Hallormsstaðarskógi Inngangur. Grein þessi fjallar um tilraun, er ég gerði til þess að reyna að kom- ast að því, hvaða birkitegundir kynnu að finnast í Hallormsstaðar- skógi. Hún var upphaflega skrifuð sem prófritgerð i skógarbótaník við skógræktardeild Landbúnaðarháskóla Noregs að Ási. Ástæðan til þess, að ég freistast til að birta hana nú er sú, að Steindór Steindórs- son, menntaskólakennari, frá Hlöðum, taldi rétt, að hún birtist ís- lenzkum áhugamönnum um grasafræði, þar eð íslenzka björkin hefur fáum orðið að rannsóknarefni og því lítið um hana ritað ó íslenzku. Eins og greinin birtist hér, er hún að mestu orðrétt þýðing á próf- ritgerð minni. Þó er sleppt stuttum kafla, þar sem gefin var staðar- lýsing á Ilallormsstað með landfræðilegri legu, jarðfræði staðarins og veðurfari. Sýnishornum, sem notuð voru til nafngreiningar. safnaði ég í Hall- ormsstaðarskógi í öndverðum ágústmánuði árið 1950. Hvernig söfn- un sýnishomanna skyldi hagað, ákvað ég í samráði við Tollef Ruden, forstöðumann kynbótadeildar norsku skógræktartilraunanna, en hjá honum var ég aðstoðarmaður í nokkra mánuði þetta ár. Ola Borset, tilraunastjóri á Ási, einn helzti sérfræðingur Norðmanna um lauftré, gaf mér ýmis góð ráð um það, hvernig vinna skyldi úr sýnishorn- unum. Og loks þá ég góð ráð hjá Finn Roll-Hansen, dósenti í skógar- bótaník við Landbúnaðarháskólann. I. Islenzka björkin. Fáir hafa til þessa gefið sig að nokkru ráði að athugunum á íslenzku björkinni. f „Flóru fslands“ eftir Stefán Stefánsson, 3. útg. (1948), segir í þessu sambandb „Annars er íslenzka björkin mjög breytileg og þyrfti gagngerðrar rannsóknar".

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.