Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 47
BIRKIÐ 1 H ALLORMSSTAÐ ARSKÓGI 187 Safnað var sýnishornum frá 4 svæðum í skóginum. Milli 1. og 2. svæðis er um 1,5 km fjarlægð, og 3. og 4. svæði eru um 1 km frá nr. 2, sitt í hvora átt. 1., 2. og 4. svæði liggja öll í svipaðri hæð yfir sjávarmál, á að gizka 40—50 m, en 3. svæði liggur 75—lOOm hærra yfir sjávarmál. Reynt var að taka sýnishornin i sem jöfnustum skógi, sem ein- hvern tíma hafði verið grisjaður. Þeirri reglu var fylgt að velja sýnishom af stórum trjám á hverj- um stað. Að öðru leyti var tilviljun látin ráða, hvaða tré urðu fyr- ir vali. Gróðursýnishorn voru ekki tekin. En ríkjandi plöntur á öllum svæðunum voru reyrgresi, klóelfting og hláklukka. Auk þess á einu þeirra hrútaber og gulmaðra. Af mosagróðri bar hér sem annars stað- ar í Hallormsstaðarskógi mest á Hylocomium splendens, Hylocomium 1r iquetrum og Hylocomium squarrosum, ásamt Drepanocladus unci- natus. b. Ákvörtrun tegunda. Mér var ljóst, að tegundaákvörðun þessara birkisýnishorna myndi nokkrum örðugleikum háð. Eins og vel sést, ef athugaðar em lýsing- arnar á birkitegundunum í „Flóm fslands“, eru hugtökin allteygjan- leg. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að gera tilraun til að nota fremur einfalda aðferð, sem af þeim sökum getur kannski ekki tal- izt nákvæm. Skal nú gerð grein fyrir henni. Borset, tilraunastjóri, hefur í „Tidsskrift for Skogbruk“, 1938, bls. 6—7, útbúið yfirlit yfir helztu tegundaeinkenni norskra birkitegunda. Yfirlit þetta er gert á grundvelli rannsókna Svians J. G. Gunnarssons (1925). Þetta yfirlit Borsets (sjá Fylgiblað I) notaði ég við nafn- greininguna á birkisýnishornum mínum. Kannski hefur það ekki verið ætlað til slíkra nota, er það var útbúið. En mér þótti samt gam- an að sjá, hvernig aðferðin reyndist við slíka nafngreiningu. Þar eð nokkur hugtakanna i yfirliti Barsets eru teygjanleg, er ekki hægt að krefjast þess, að nafngreiningin verði hárnákvæm. En til stuðnings notaði ég myndir, sem eru i riti Gunnarssons, „Monografi över Skandinaviens Betulae" (1925). Nafngreiningin var framkvæmd á þann hátt, að maður hafði fyrir framan sig yfirlit Borsets. Fyrir hvert tré, sem sýnishorn var af, var útbúið sérstakt eyðublað. Fyrir hvert tegundareinkenni var svo settur + í þann tegundardálk, sem manni fannst eiga við viðkom-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.