Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 47
BIRKIÐ 1 H ALLORMSSTAÐ ARSKÓGI 187 Safnað var sýnishornum frá 4 svæðum í skóginum. Milli 1. og 2. svæðis er um 1,5 km fjarlægð, og 3. og 4. svæði eru um 1 km frá nr. 2, sitt í hvora átt. 1., 2. og 4. svæði liggja öll í svipaðri hæð yfir sjávarmál, á að gizka 40—50 m, en 3. svæði liggur 75—lOOm hærra yfir sjávarmál. Reynt var að taka sýnishornin i sem jöfnustum skógi, sem ein- hvern tíma hafði verið grisjaður. Þeirri reglu var fylgt að velja sýnishom af stórum trjám á hverj- um stað. Að öðru leyti var tilviljun látin ráða, hvaða tré urðu fyr- ir vali. Gróðursýnishorn voru ekki tekin. En ríkjandi plöntur á öllum svæðunum voru reyrgresi, klóelfting og hláklukka. Auk þess á einu þeirra hrútaber og gulmaðra. Af mosagróðri bar hér sem annars stað- ar í Hallormsstaðarskógi mest á Hylocomium splendens, Hylocomium 1r iquetrum og Hylocomium squarrosum, ásamt Drepanocladus unci- natus. b. Ákvörtrun tegunda. Mér var ljóst, að tegundaákvörðun þessara birkisýnishorna myndi nokkrum örðugleikum háð. Eins og vel sést, ef athugaðar em lýsing- arnar á birkitegundunum í „Flóm fslands“, eru hugtökin allteygjan- leg. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að gera tilraun til að nota fremur einfalda aðferð, sem af þeim sökum getur kannski ekki tal- izt nákvæm. Skal nú gerð grein fyrir henni. Borset, tilraunastjóri, hefur í „Tidsskrift for Skogbruk“, 1938, bls. 6—7, útbúið yfirlit yfir helztu tegundaeinkenni norskra birkitegunda. Yfirlit þetta er gert á grundvelli rannsókna Svians J. G. Gunnarssons (1925). Þetta yfirlit Borsets (sjá Fylgiblað I) notaði ég við nafn- greininguna á birkisýnishornum mínum. Kannski hefur það ekki verið ætlað til slíkra nota, er það var útbúið. En mér þótti samt gam- an að sjá, hvernig aðferðin reyndist við slíka nafngreiningu. Þar eð nokkur hugtakanna i yfirliti Barsets eru teygjanleg, er ekki hægt að krefjast þess, að nafngreiningin verði hárnákvæm. En til stuðnings notaði ég myndir, sem eru i riti Gunnarssons, „Monografi över Skandinaviens Betulae" (1925). Nafngreiningin var framkvæmd á þann hátt, að maður hafði fyrir framan sig yfirlit Borsets. Fyrir hvert tré, sem sýnishorn var af, var útbúið sérstakt eyðublað. Fyrir hvert tegundareinkenni var svo settur + í þann tegundardálk, sem manni fannst eiga við viðkom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.