Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 16
H)
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
á betra orði. Munna þessi göng þar aðskilin. Sáðrásin opnast því
ekki inn í blöðruna, eins og áður var álitið. (Sjá 2. mynd A). í
þverskurð eru svilin þríhyrnd að lögun. Þau ná mestri stærð í
júní og júlí. A þeim tíma er frjófrumumyndunin (spermato-
genesis) hvað áköfust, en þegar kemur fram á eðlunartímann, eru
svilin aftur nokkru mjóslegnari, eins og vikið verður að síðar. Full-
þroskaðar frjófrumur finnast í svilunum allt frá því í ágúst. Sæðið
safnast síðan úr þeim í fráfærslupípurnar (ductuli efferentes) í
göng, sem liggja eftir svilunum endilöngum, lyppurásina (ductus
epididymidis), og mynda á þennan liátt eins konar „svilamerg",
þ. e. svæði í miðju svilanna, sem fyllt er með sæði. (Sjá 3. mynd B).
Þessar athuganir sýndu ennfremur, að þvagpípurnar (ureter),
þ. e. göngin frá nýrunum, opnast inn í blöðru þá, sem liggur aftast
í kviðarholinu og sýnd er á 2. mynd A. Blaðran er þess vegna þvag-
blaðra. — Stærð blöðrunnar í hængnum er mjög breytileg eftir
árstíðum. Hún verður stærst í desember, en minnst í apríl til maí.
(Sjá 4. mynd). Blöðruveggurinn er þykkur, myndaður af tveimur
vöðvalögum, hið innra af hringvöðvum hið ytra af lengdarvöðv-
um. Innan er blaðran mjög fellingarík. (Sjá 5. mynd). Á haustin,
þegar blaðran er stærst (september til desember), þ. e. yfir eðlunar-
tímann, framleiðir slímliúð hennar mikinn þykkfljótandi vökva,
sem fyllir hana að mestu leyti. Hér er um að ræða svokallaða
„apocrine sekretion“.
Bygging kynsepans er með nokkuð sérstökum hætti og sýnir, að
þarna er um eðlunarlíffæri að ræða, eins og við var búizt og álitið
hafði verið. Það, sem einkum er athyglisvert við bygginguna, er
að í bandvefnum, sem myndar meginliluta kynsepans, er holrúma-
kerfi, og fyllist það með blóði yfir eðlunartímann. Auk þess er í
kynsepanum allflókið kerfi þverrákóttra vöðva, sem liggja gormlaga
um þvagrásina og sáðrásina. (Sjá 6. mynd). Sennilega gegna þessi
kerfi, holrúmin og þverrákóttu vöðvarnir, mikilvægu hlutverki
við eðlunina.
Hjá hrygnunni myndar gotan tvær skálmar, sem liggja sín hvoru
megin í kviðarholinu, og hafa sameiginlega eggrás (oviduct). Got-
an er af þeirri gerð, að eggkerfið er aðeins á mjóu bili áfast við
gotubelginn. (Sjá 7. mynd). Auk hinna venjulegu egghimna er
sérhvert egg umlukið bandvef, sem inniheldur þétt net af blóð-
æðum. Gegnum þetta háræðanet eiga sér vafalaust stað efnaskipt-