Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 64
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
undanfarin ár á vegum Rannsóknaráðs og Jöklarannsókna-
félagsins.
4. 3 austurrískir vísindamenn frá háskólanum í Wien, undir
stjórn dr. F. Starmiihlner, rannsökuðu dýralíf í laugum víðs-
vegar um landið.
5. Prófessor August Brinkmann frá háskólanum í Bergen vann
hér, ásamt aðstoðarmanni, að rannsókn á sníkjuormum í fugl-
um og fiskum, en próf. Brinkmann hefur verið ráðinn til þess
að skrifa kaflann um sníkjuorma í vísindaritið „The Zoology
of Iceland.“
6. Próf. Martin Schwarzbach frá háskólanum í Köln, rannsakaði
surtarbrand að Brjánslæk, Hreðavatni og í Vindfelli í Vopna-
firði.
7. Dr. Emmy Todtmann frá Hamburg hélt áfram rannsóknum
sínum á jökulruðningum við norðanverðan Vatnajökul.
8. Dr. George Walker frá Lundúnaháskóla vann að rannsókn-
um á basaltlögum á Austfjörðum, milli Reyðarfjarðar og Norð-
fjarðar.
Auk þess dvöldu hér tveir franskir stúdentar við jarðfræðileg-
ar athugamr. Rannsóknaráði ríkisins).
Ritfre^nir
VEIKKO OKKO: Glacial Drift in Iceland, its Origin and Morphology. 133
bls. + 16 myndas. 35 myndir í texta. Acta Geographica 15. No. 1. Helsinki
1956.
í júnímánuði 1949 kom liingað til lands finnskur jarðfræðingur, Veikko
Okko að nafni. Okko er ungur maður, en var þó, þegar hann lagði leið sína
hingað, búinn að fá orð á sig sem einn hinn efnilegasti yngri jarðfræðinga
finnskra. Kvarterjarðfræði er sérgrein hans, og var tilgangur hans með ferðinni
hingað sá, að skoða íslenzka jökulgarða, jökulurðir og sanda, einkum í Austur-
Skaftafellssýslu. Raunar sögðu gárungar í hópi finnskra jarðfræðinga mér, að
Okko hafi verið sendur hingað til þess, að einhver úr liópi ungra finnskra
jarðfræðinga gæti staðið upp á fundum í finnska jarðfræðingafélaginu og sagt:
„Ég hef líka verið á íslandi." En svo er mál með vexti, að fyrir rúmum ald-
arfjórðungi kom hingað finnskur kvarterjarðfræðingur L. Leiviská, og ferð-
aðist um Skaftafellssýslur. Sögðu finnsku jarðfræðingarnir, að í hvert skipti,
sem jökulurðir og jökla bæri á góma á fundum þeirra, hefði Leiviská gamli