Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 63
SITT AF HVERJU
55
efni þrjóti. Og ég held, að íslenzkum vísindamönnum sé það nauð-
synlegt í einangrun sinni að hafa einhverja erlenda samkeppni. Það
þvingar þá til að fylgjast með framvindu sinnar fræðigreinar, halda
áfram að læra. Hitt er svo annað mál, að það getur stundum verið
gremjulegt fyrir íslenzka vísindamenn, að sjá útlendinga verða fyrri
til að leysa eitthvað íslenzkt vísindalegt viðfangsefni, ekki vegna þess,
að þeir í sjálfu sér hafi verið færari um að leysa það, heldur vegna
þess, að þeir höfðu miklu betri aðstæður til úrvinnslu sinna rann-
sókna, en þar kreppir skórinn mjög að íslenzkum náttúrufræðing-
um. En lausn þessa vandamáls er ekki að bola útlendingum burt,
heldur sú, að bæta aðstöðu íslendinga í þessari samkeppni. Það er
og sjálfsagt, að hafa eftirlit með rannsóknum útlendinganna og
láta þá ekki troða íslenzkum kollegum um tær, enda fær nú enginn
útlendingur að stunda hér náttúrufræðirannsóknir án leyfis Rann-
sóknaráðs ríkisins.
í þessu hefti Náttúrufræðingsins og næstu lieftum mun ég í
stuttu máli segja frá ýmsum þeirra rita erlendra, er birzt hafa urn
ísland í þeim fræðigieinum, er mér standa næst. Flest eru þessi rit
í mjög fárra höndum hérlendis og því nokkur ástæða til að kynna
íslenzkum lesendum þau. Einnig mun ég segja á sama hátt frá
nokkrum ritgerðum, er íslenzkir vísindamenn hafa birt á erlend-
um málum, því þau munu, sum þeirra a. m. k., næstum jafn
ókunn íslenzkum lesendum og rit útlendinganna. Mun ég ekki
taka ritsmíðar þessar í tímaröð, en byrja á þeirri, er barst mér síðast
í liendur. „. * ,, ,
Sigurour Þorannsson.
Erlendar náttúrurannsóknir á íslandi 1955.
Þessir erlendir vísindaleiðangrar komu hingað til rannsókna á
s. 1. sumri:
E 8 manna hópur frá Norður-írlandi, undir stjórn hr. A. Ben-
ington, vann að rannsóknum á fuglum við Mývatn.
2. 6 kvenstúdentar frá Durham háskóla í Bretlandi, undir stjórn
frk. J. Pattison, unnu að grasafræðilegum rannsóknum við
Sólheimajökul.
3. 8 stúdentar frá Durham háskóla, undir stjórn hr. D. Frolich,
héldu áfram mælingum á Tindafjallajökli, en stúdentahópar
frá Durham háskóla liafa unnið að mælingum á jöklinum