Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 44
38
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þessi er mjög stór, svo að notuð er venjulega önnur eining, sem er
einn milljónasti hluti úr curi og nefnist mikrocuri. Geislaverkun
eins mikrocuri er þó svo mikil, að hættuleg er mönnum. Geislamagn
má og mæla í „röntgen“, en sú eining var fyrst notuð fyrir röntgen-
geisla. Eitt röntgen er mjög smá eining, en þó er talið, að hámarks-
skammtur geislunar fyrir mann sé 0,3 röntgen á viku, ef ekki á að
leiða af heilsutjón.
HIN NÁTTÚRLEGA GEISLUN.
Geislavirk efni koma svo að segja alls staðar fyrir í náttúrunni.
Má segja, að heimurinn sé allur meira og minna geislavirkur. Stöð-
ugt er skotið að okkur alls konar geislum og efnisögnum. Utan úr
himingeimnum koma geimgeislarnir, aðrir kjarngeislar koma frá
geislavirkum efnum í jarðveginum, sjónum, fæðunni, sem við
borðum, og loftinu, sem við öndum að okkur. Sem betur fer er
magn þessarar geislunar mjög lítið, því að sá skammtur, sem
liver maður fær frá náttúrunnar hendi, er aðeins talinn vera 0,1
röntgen á ári.
Geislavirk efni safnast alltaf fyrir í líkamanum. Talið er, að í
líkama fulltíða rnanns sé magn þeirra orðið, sem svarar til 5—9 þiis-
undustu hlutum úr mikrogrammi af radíum, þ. e. 5—9 þúsundustu
úr mikrocuri (4). Þetta eru þær geislaverkanir, sem mannkynið
hefur búið við um langan aldur, en með vaxandi framleiðslu og
notkun geislavirkra efna, fara þessi áhrif í vöxt, svo að sá skammt-
ur geislunar, er hver maður fær yfir ævina, verður stöðugt
stærri. í dag eru framleidd í kjarnorkuverum geislavirk efni, sem
gefa frá sér hundruð miljóna curi, en til samanburðar má geta þess,
að allt það radíum, sem lramleitt hefur verið til þessa dags, er aðeins
1500 g, eða 1500 curi. Fengju þau geislavirku efni, sem framleidd
eru dags daglega, að dreifast út um heiminn, mundi hin nátti'irlega
geislun, sem maðurinn verður að búa við, aukast stórkostlega.
ÁHRIF GEISLUNAR Á LÍKAMANN.
Það kom fljótlega í Ijós, eftir að farið var að vinna með hin
geislavirku efni, að þau gátu liaft skaðleg áhrif, þó að um mjög
lítið magn af þeim væri að ræða, aðeins ef áhrifin voru nægilega
langvarandi. Afleiðingarnar komu oft ekki í Ijós fyrr en eftir mörg
ár og lýstu sér þá oft sem ólæknandi sjúkdómar, svo sem krabbamein