Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 61
SITT AF HVERJU
53
myndað allverulegt magn af vítamín B12. Sams konar þörungar, sem
ræktaðir voru í geymum og varðir gerlagróðri, reyndust ekki inni-
halda neitt vítamín B12, en þrifust þó ágætlega. Virðast þörungarnir
þannig ekki þurfa neitt á vítamíninu að halda, en þeir geta safnað
því til sín úr gerlunum, sem utan á þeim lifa, og svo miklu, að magn-
ið af vítamín B12 í þali þörungsins verður 20—120 sinnum meira
en í gerlunum, sem mynda það.
(Comm. l7ish. Abstracts, November, 1955).
Sigurður Pétursson.
Vísindi og stjórnmál.
Undir þessari fyrirsögn birtist árið 1950 í Náttúrufræðingnum,
bls. 13—35, grein um erfðakenningu Lysenkos. Var sagt frá hinni
liörðu deilu, sem hófst í Sóvétríkjun-
um árið 1934, milli rússneskra erfða-
fræðinga annars vegar og Trofim
Lysenko hins vegar, og endaði með
fullum sigri þess síðar nefnda árið
1948. Erfðakenning Lysenkos vakti
mikla undrun vestan járntjalds, í fyrsta
lagi fyrir það, að hún virtist bæði vera
ósönnuð og ósennileg, og í öðru lagi
fyrir þá lögfestingu, er hún hlaut hjá
Sóvétstjórninni. Sóvétdýrkendur, bæði
hér á landi og annars staðar, undruðust
þó ekki neitt og tóku kenninguna
strax trúanlega.
Þegar árið 1940 hafði Lysenko verið
falin yfirstjórn allra erfðarannsókna í
Sóvétríkjunum. Tók hann við þeirri
stöðu af Nikolai Vavilov, sem þá var
vikið úr embætti og ekkert hefur
spurzt til síðan. Vavilov var mjög þekktur erfðafræðingur, bæði í
Sóvétríkjunum og utan þeirra, en hann gat ekki aðhyllzt kenningar
Lysenkos, og það varð honum til falls.