Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 19
UM LIFNAÐARHÆTTI KARFANS
13
héldu sumir fram um skeið, reyndist ekki rétt. Gegn því mælir
fyrst og fremst bygging blöðrunnar og svo það, að aldrei fundust
frjófrumur í henni.
Þar sem athuganir þessar breyttu
fyrri hugmyndum um þetta efni, er
rétt að fara nokkrum orðum um
rannsóknirnar sjálfar. Eins og áður
er getið, fundust aldrei frjófrumur
í innihaldi þvagblöðrunnar, hvorki
hjá hængum né hrygnum. Til þess
að komast að raun um, hvað um sæð-
ið yrði, var leitað frjófruma í gotum.
Fyrstu athuganir þess eðlis voru
gerðar í des. 1953, og voru 7 hrygn-
ur athugaðar. í öllum gotunum
fannst allmikið af sæði. Þetta kom
satt að segja dálítið á óvart, því að
eggin eru, svo sem fyrr segir, lítt mynd- Háræðanet í bandvefs-
*■ / i „/ ír u i u bimnu eggs. Stækkað ca 30 sinnum.
þroskuð a þessum tima. Aframhald- 66
andi athuganir næstu mánuði leiddu í ljós, að allt þangað til í
marz fannst sæði í gotunr í yfir 90% rannsakaðra hrygna. (Sjá 9.
mynd). Þess ber að geta, að frá því í apríl og fram í júní en þó
einkum f maí og júní, voru þær gotur sérstaklega valdar til athug-