Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 24
18
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
(Rasse), og notar hann því orðið „Form“, sem er hlutlaust, hvað
þetta snertir. Kotthaus er þeirrar skoðunar, að mjög hæpið sé að
telja þaðsérstaka tegund. Rússinn Travin (12)hefur lýst nýrri tegund
karfa í Barentshafi og skýrir hana Sebastes mentella. Þar sem
þessi tegund virðist í öllum aðalatriðum líkjast afbrigðinu, sem
hér hefur verið nefnt djúpkarfi, verður ekki farið fleiri orðum
um hana.
Um fæðu karfans hafa menn heldur lítið vitað, því að maginn er
oftast umhverfur, þegar fiskurinn kemur upp úr sjó. Rannsóknir
hafa þó leitt í ljós, að smákrabbadýr muni vera aðalfæða karfans.
Nýjustu athuganir Ameríkumanna sýna, að ljósátutegundin Mega-
nyctiphanes noruegica (M. Sars) myndar aðalfæðustofninn á viss-
um svæðum þar (9). í sömu átt benda athuganir gerðar við Austur-
Grænland s.l. sumar, hvað það svæði snertir. Á öðrum svæðum við
Ameríku virðast marflóategundir og krabbaflær vera aðalfæðan.
Annars tekur karfinn líka til sín töluvert af ýmsum smáfiskum (s.
s. gulldepplum) og litlum kolkröbbum. Auk þessa hafa fundizt í
maga hans pílormar o. fl.
„Hve gamall er hann þessi?“ Þetta er spurning, sem oft er varpað
fram af sjómönnum um borð í veiðiskipum um leið og þeir benda
á einhvern karfann í kösinni á dekkinu. Þetta er spurning, sem við
vildum og þurfum að geta svarað. En því miður hefur ekki, enn sem
komið er, tekizt að aldurgreina karfann með vissu. Aldur fiska er,
sem kunnugt er, ákvarðaður eftir hreistri, beinum eða kvörnum.
Myndast hringir í þessum líffasrahlutum, og stafa þeir af mismun-
andi hröðum vexti, sem er afleiðing góðra eða lélegra næringar-
skilyrða. Viss árstíðaskipti eru að þessu í sjónum, svo að hvert ár
afmarkast á þennan hátt.
Mjög er misjafnlega auðvelt að greina aldur hinna ýmsu fiska.
Hjá helztu nytjafiskunum, s. s. þorski og síld, er þetta ekki lengur
neinum teljandi örðugleikum bundið, og greina má aldur þessara
fiska með allmikilli nákvæmni. í karfakvörnum og hreistri mynd-
ast einnig hringir, en mönnum ber ekki saman um, hvernig beri
að þýða þá. Eru um það tvær kenningar, sem ekki verða samræmd-
ar, því að svo mikið ber á milli. í kvörnum karfans og hreistri
er mikill fjöldi hringa. Byggist önnur kenningin á því, að telja
beri hvern hring sem árhring. Hins vegar skera sumir hringanna sig
meir úr, og myndast þannig belti í hreistri og kvörnum. Gengur