Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 9
NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN 149 búa útgáfu á. Sú bók kom út árið 1943, og varð mikil og merk bók, og hefur engu héraði landsins enn verið gerð svo góð skil á þessu sviði. Hann bætti um fyrri athuganir sínar á sjávarseti og jökul- minjum frá ísaldarlokum. Má þar til nefna, að hann kannaði ná- kvæmar en áður jökulgarðinn mikla, sem liggur þvert yfir Suður- landsundirlendið frá Efstadalsfjalli og austur að Vatnsdalsfjalli fyrir ofan Fljótsldíð. Jökulgarður þessi liggur yfir Þjórsá við fossinn Búða, og kenndi Guðmundur kuldakastið og framrás jökulsins við fossinn (Búðaskeið). Hann leiddi gild rök að því, að framrás jök- ulsins hefði orðið í síðasta kuldakasti ísaldarinnar fyrir 10000—11000 árum. Síðari rannsóknir benda eindregið til þess, að athuganir og ályktanir Guðmundar hafi verið réttar. I bókinni er einnig gerð náin grein fyrir hraunum og eldstöðvum í Árnessýslu svo og gerð og sögu berggrunnsins. Af mörgum nýjungum í þessari bók var tilgátan um myndunarhætti móbergsfjallanna, eða stapakenningin eins og hún er nú nefnd, merkust. Hún markaði lok vangaveltna um uppruna móbergsfjallanna, sem áður höfðu ýrnist verið talin til orðin við jarðlagahagganir eða rof. Það voru einkum athuganir hans á mó- bergsfjöllunum Hlöðufelli og Skriðunni, sem leiddu til þessarar til- gátu. Guðmundur sýndi fram á, að móbergsfjöll hafa orðið til við gos undir jökli. Annars vegar urðu til móbergshryggir, ef um gos á langri sprungu var að ræða og gosefnin nægðu ekki til að hlaða þau upp úr jökli. Hryggirnir eru gerðir úr bólstrabergi og harðnaðri gosmöl — móbergi —, sem myndaðist við snögga kælingu bergkviku í leysing- arvatni. Hins vegar mynduðust móbergsstapar, ef gos varð á stuttri sprungu eða nær kringlóttu gosopi, og gosefnin nægðu til að hlaða fjallið upp í gegnum jökulinn, enda hætti vatn þá að streyma í gosrásina og náði því ekki lengur að kæla kvikuna, svo að hraun tók að streyma og myndaði hraundyngju á kolli þess. Neðri hluti stapans er vitaskuld svipaður að gerð og móbergshryggirnir. Stapa- kenningin sannaði þar með kenningar dr. Helga Péturss um mynd- un móbergsins sjálfs — að vísu greindi Guðmundur á milli gosmó- bergs og setmóbergs, en hið síðarnefnda er set að uppruna. Á næstu tveirn áratugum renndi Guðmundur styrkari stoðum undir kenn- ingu sína, m. a. með rannsóknum á móbergsfjöllum á Miðsuður- landi og Kili. Auk þess bættu ýmsir aðrir jarðfræðingar, einkum íslenzkir, mörgum athugunum við og styrktu stapakenninguna. Enn- fremur hafa ýmsir erlendir jarðfræðingar bætt jrar ýmsu við — og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.