Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 af. Þetta hraun, sem var síðasta framleiðsla gossins í Búrfelli, myndar nú mjög flatvaxna bungu sunnan við Búrfell. Hún minnir á hvirfil lítillar hraundyngju að öðru leyti en því, að ekkert hallar norður af henni. Á hábungunni, um 400 m suður frá rótum Búrfells, er allsérkennileg skál, grunn og flatbotna, kringd 5—10 nr háurn kletta- veggjum. Þvermál hennar er 200—300 m og lögunin óregluleg. Upp úr botni lrennar rísa klettaeyjar, flatar að ofan og nokkuð jafn- háar börmunum. Þessi náttúrusmíð heitir Kringlóttagjá, og er Gísli Sigurðsson heimildarmaður minn að því örnefni, senr helzt til fáir nrunu þekkja. Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði. Barmar lrennar voru storknar skarir að glóandi kviknnni, en tjörnin hefur lraft frárennsli neðanjarðar um æðar í nýstorknuðu hrauninu og lækkað í henni áður en lrún storknaði í botn. Frá suðurrótum Búrfells, þar sem gígbarmur þess er lægstur, liggur allbreið en fremnr grunn hrauntröð og opnast í Kringlóttu- gjá. Þá leið hefur hraunið runnið frá gígnum til hrauntjarnarinnar. Ef ekki væru þessi tengsl milli hennar og Búrfells, væri freistandi að telja hraunbunguna með Kringlóttugjá sérstaka eldstöð, litla dyngju, sem hefði myndazt í öðru og síðara gosi en Búrfell, og hrauntjörnina gíg hennar. En tröðin sýnir ljóslega, að suðurhraunið er runnið undan rótum Búrfells og fyrst upp komið í gíg þess. Auk þess bendir slakki í gígbarminn, þar sem tröðin kemur út undan honum til þess, að rás sem þar lá undir liafi sigið saman. Nú er gígbarmurinn hvergi eins lágur og í þessum slakka (um 25 m y. gígbotn), en samt er auðséð, að þar hefur hraun aldrei runnið yfir hann. Af því er fullljóst, að meðan hraun rann um h. u. b. 10 metrum hærra skarð til Búrfellsgjár, var þessi slakki ekki til. Hann er síðar tilkominn, bæði við samansig hraunrásarinnar undir honum og að enn meira leyti við höggun eldvarpsins um misgengissprung- una. Þó að einsætt virðist, að hraunið sem rann til suðurs frá Búr- fellsgíg hafi breiðzt fast að rótum móbergshæðanna Valahnúka og Kaldárhnúka, þá verða nú mörk þess ekki rakin j>ar nákvæmlega svo að víst sé. Svo stendur á jtví, að vestur með jtessum hæðum hefur runnið hraun af úvissum uppruna. Það liggur þvert vestur yfir Helgadal og allt til Kaldár og Lambagjár, og hefur átt jrátt í að fylla upp jrá hrauntröð ofanverða. Þetta er flatt helluhraun og jaðar jress, ]>ar sem jrað liggur ofan á Búrfellshrauninu, víða mjög

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.