Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 31
N ÁTT ÚRU F RÆÐINGURINN Myncl 5. Misgengi í Hjöllum. Horft til norðausturs. — Fig. 5. Hjallar, normal faults. View to NE. (Ljósm. Guðmundur Kjartansson). standa upp úr því holt og ásar úr grágrýti og mynda eina hraun- lausa ey allstóra. Mest þeirra hæða er Smyrlabúð í norðausturhorni grágrýtiseyjunnar. Hamraveggurinn í austurhlíð hennar er sams konar brotsár og í Hjöllum, en sýnist nokkru lægri, því að hraunið hefur flætt fast að rótum þess og fyllt upp. Samkvæmt mælingum Jóns Jónssonar nemur hæð Hjallamisgeng- isins í Búrfellshrauni um 12 m alls, og er það samanlögð hæð megin- stallsins (um 7 m) og annarra miklu minni samsíða brotstalla beggja vegna hans. En í grágrýtinu, utan hrauns, telur Jón misgengið um 65 m. Af mínum athugunum og ónákvæmum hæðarmælingum (með loftvogj ætla ég þó sennilegra, að hvorttveggja misgengið sé nokkrum mun meira. í hrauninu kemur ekki allt misgengið fram í brotstöllunum, heldur að nokkru leyti í því, að á milli stallanna er nú sýnilegur hægur halli á yfirborði hraunsins til suðausturs, þ. e. öfugt við rennslisstefnu þess. Þetta á a. m. k. við um botn Búrfellsgjár, þar sem brotabeltið, nokkur hundruð metra breitt, sker hana. Sá halli

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.