Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 47
NÁTT ÚRU F RÆÐINGURINN 187 anda hefur víst ekki geðjast alls kostar að svari mínu, því að um það bil hálftíma síðar er hann kominn lieim til mín í bilreið — auðvitað til þess að sækja mig umsvifalaust. Væri vel, ef allir reyndust svona fórnfúsir við svipaðar kringumstæður. Við þvottalaugarnar gat að líta eintök í lmndraðatali af venjulegri baldursbrá. Við ná- kvæma leit gat ég þó ekki fund- ið nema eina plöntu, sem skar sig úr fjöldanum, hvað útlitið snerti, en það var einmitt plant- an, sem Þórður hafði fundið. En í liverju var þetta eina ein- tak frábrugðið því venjulega? Hér voru það körfurnar, sem báru annan svip. Venjan er að geislakrónurnar séu tungulaga og þrítenntar ( stundum óglöggt) í oddinn. Aftur á móti er hið nýja afbrigði með pípukrónum í stað hinna tungulöguðu geisla- króna. Hver pípukróna er utn 15 mm löng og hefur 5 tennur og er hver tönn 5—7 mm að lengd. Þvermál körfunnar er 3,5—4 cm. Að öðru leyti er umrætt afbrigði ekkert. frábrugðið venjulegri baldurs- brá. Baldursbrá með afbrigðileg blóm, sem vex hér á landi, er forma vestmannaénse, kölluð Vestmannaeyjabaldursbrá. Eins og nafnið bendir til fannst hún fyrst í Vestmannaeyjum; liefur hún verið flutt þaðan í skrúðgarða í Reykjavík. Ber hún um 100 fulljjroska geisla- krónur og auk þess nokkuð af smærri krónum umhverfis hvirfil- blómin. Afbrigði þetta þroskar ekki spínmarhæft lræ. í Skandinavíu hafa fundizt tvö tilbrigði (jorma) af baldursbrá. 1. Öll blóm körfunnar tungukrónur, hvítar að lit (forma liguli- flora Celak). 2. Öll blóm körfunnar, pípukrónur, gular að lit (forma disciflora Fr. eða tubuliflora A. Bl.). 2. myncl. Venjuleg baldursbrá. Ljósm. Halldór Dagsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.