Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 56
196 N Á T TÚRUFRÆÐINGURINN allir grunnir og stör óx upp úr ílestum þeirra. Sumir lágu £ast að rústunum. Fláin var svo þurr, að auðvelt hefði verið að fara með hesta yfir hana. Rótnagaðir blettir sýndu líka, aö stóð kunni að meta svona haglendi. Hér og þar í flánni, einkum nærri jöðrunum, hafði vaxið þroskamikill víðir. Nú var hann víða blaðlítill eða blað- laus, aldauður eða bálfdauður. Hið sama bef ég séð víða á heið- unum og þó bvergi eins stórfellt og í Fljótsdrögum. Veðurfar, ágangur búfjár, eða bvað? Ullarkvísl kemur úr Ullarflóa og rennur í djúpum farvegi í Sandá. Flóinn má nú beita alþurr, en kunnugir og glöggir menn segja, að hann hafi áður verið blautur og gjörbreytt um svip á síðari áratugum. Ég hef heyrt það skýrt á þann hátt, að Ullarkvísl hafi grafið sig niður og flóinn þornað af þeim sökum. Ég gekk um hann í sumar, en gat ekki séð nein merki þess. Þar eru þéttar þúfur, alvaxnar hrísi og á stóru svæði var hrísið nakið norðan í þúfunum, en allaufgað og blómlegt sunnan í sömu þúfum. Víða eru skálmyndaðar, sléttar lautir, algrónar votlendisgróðri, í sum- um lítilsháttar vatn, aðrar þurrar. Ég taldi, að vatnið væri rign- ingarvatn af völdum undanfarinna votviðra, en lautirnar væru þurrar í þurrkatíð. Hvergi fann ég klaka í jörð og sá hvergi votta fyrir rústum. Hanskafellsflá er um 14 km sunnar með Sandá og liggur talsvert hærra eða í nálægt 600 metra hæð. Kunnugum mönnum ber saman um, að fláin hafi þornað mjög mikið á síðari áratugum og jafnvel blásið nokkuð upp. í sumar voru margir pollar í henni og frá veginum að sjá virtist hún forblaut. I Hanskafellsflá eru gamlar og sérkennilegar rústaleifar, sumar næstum kringlóttar, aðrar sporöskjulaga eða aflangar. Pollur var nú í miðjunni á mörgum þeirra og garður allt um kring. Þar var víðast klaki á 45—60 cnr dýpi, en utan hryggjanna fann ég hvergi klaka. Þarna uxu svo þétt og þroskamikil fjallagrös, að ég hef hvergi séð þau meiri. Pollarnir voru flestir skollitaðir, en ekki get ég gert mér grein fyrir því, hvort það var af völdum undangenginna hvass- viðra eða af öðrum ástæðum. Rústirnar voru allar óvirkar. Rústir af jiessu tagi hef ég ekki áður séð nema í Efri-Seyðisárdrögum, og þær eru í svipaðri hæð yfir sjó. Eysteinn Björnssön, varðmaður á Kili, aldraður og mjög glöggur maður, segist ekki muna eftir TTanska- fellsflá svona blautri í seinni tíð. Ég minnist þess ekki heldur, en get

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.