Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 63
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN
199
Ingólfur Daviósson:
JurtaslæÖingar
Sumarið 1970.
Hegranef (Erodium cicutarium) óx hér og hvar í sáðsléttu á
Keldnaholti.
Vætudúnurt (Epilobium adenocaulon), vex nú allvíða í og við
garða í Reykjavík. Einnig í Kvenfélagsgarðinum í Stykkishólmi.
Vætudúnurtar varð fyrst vart í skógræktarstöðinni í Fossvogi fyrir all-
mcirgum árum.
Geitakál (Aegopodium podagraria)sá ég 24. ágúst á tveimur stöð-
um í Hafnarfirði, þ. e. stóra breiðu innarlega í bænum og aðra
minni í garði við Vesturbraut, þar sem það kvað hafa vaxið í um 30
ár.
Engjamunablóm (Myosotis palustris) hefur í allmörg ár vaxið í
skurði við nýrækt, neðan við Gráskjöldufen á Stóru-Hámundarstöð-
um á Ársskógsströnd við Eyjafjörð. Stóð í blóma 5. september. Bæði
gulbrá og silfurhnappur uxu í nýrækt skammt frá.
Stórvaxin grastegund, strandreyr (Phalaris arundinaceaji hefur
lengi vaxið á nýræktarbletti á Sámsstöðum í Fljótshlíð og myndað
stóra toppa um 1 m á hæð.
Sumarið 1972.
Sumarið 1972 leit undirritaður eftir jurtaslæðingum í kaupstöð-
um í Vopnafirði, Reyðarfirði Ólafsvík Hellissandi og einnig að
Hellnum. Gömlu slæðingarnir ltúsapuntur og skriðsóley eru komnir
á alla þessa staði, og í nýrækt sáðgrösin axhnoðapuntur, háliðagras,
vallarfoxgras og vallarrýgresi. Virtist einkum háliðagras breiðast
út, t. d. að Hellnum og í Ólafsvík.
Krossfífill (Senecio vulgaris) sést á öllum stöðunum í og við
garða, en lítið er af honum. Gulbrá (Matricaria mat.ricaroides) er
nýlega komin í garð í Vopnafjarðarkaupstað. Mikið vex af henni á