Samvinnan - 01.08.1967, Side 5
ari manngerðir, bæði í hugsunarhætti og
öllu dagfari. Þó Gandhí hefði notið vest-
rænnar menntunar og bæri glöggt skyn
á vestrænan hugsunarhátt og verðmæti,
stóð hann alla ævi djúpum rótum í jarð-
vegi Austurlanda, lifði og hrærðist í
heimi umkomulítils almúgans, dáði Iiið
einfalda og óbrotna líf, var auðmjúkur,
umburðarlyndur, trúhneigður og laus við
allan persónulegan metnað eða framgirni.
Nehru var afturámóti dæmigerður nú-
tímamaður, vísindalega hugsandi efa-
semdamaður, vestrænn í hugsun og hátt-
erni. Gandhí lét stjórnast af hugboði og
eðlisávísun, en Nehru hafði blákalda
skynsemina að leiðarljósi. Logi Gandhís
var hægur, en Nehru fuðraði upp af
minnsta tilefni. Þó Nehru væri vissulega
mjög hændur að kenningum meistara
síns um óvirka andspyrnu eða baráttu
án ofbeldis, átti hann alla tíð ákaflega
erfitt með að hemja viðkvæmt stolt sitt
og ríka skapsmuni. Meðan Gandhí sat
hljóður og hlustaði eftir lágstemmdri
rödd guðdómsins, fannst Nehru miklu
meira vit að kvnna sér hvaða lærdóma
mætti draga af áætlunarbúskap Rússa.
Gandhí prédikaði notkun hins ævafoma
spunarokks í heimahúsum, en Nehru lét
reisa áburðarverksmiðjur og stáliðjuver.
Þó Gandhí væri óneitanlega einn af
slyngustu og happasælustu byltingar-
mönnum sögunnar, var liann framar öllu
tákn hins ævagamla Indlands, sem hafði
verið kúgað, arðrænt og misskilið af vest-
rænum þjóðum. Nehru var hinsvegar
tákn þess Indlands sem var að rísa úr
öskunni endurborið og horfði framávið.
Þó Gandhí hefði víða yfirsýn og bæri
gott skynbragð á heimsmálin, var sjón-
deildarhringur hans fyrst og fremst
bundinn við Indland. Nehru var afturá-
móti í mörgu tilliti alþjóðlegur leiðtogi
og hafði víðtæk áhrif á þróun mála í
Asíu, Afríku og víðar.
Þessir tveir ólíku menn stefndu að
sama marki og hafa átt meiri þátt í að
móta Indland nútímans en nokkrir aðrir
cinstaklingar. Þeir voru oft. á öndverðum
meiði um stefnur og leiðir, en lentu
aldrei í persónulegum deilum, því þeir
báru gagnkvæma virðingu hvor fvrir
öðrum. Gandhí treysti og mat Nehru
allra manna mest, jafnvel þegar honum
fannst hann vera hættulega ákafur og
ofsafenginn. Hann talaði um fyrir honum
einsog faðir fyrir svni, og eftir því sem
tímar liðu varð honum æ ljósara, að
enginn væri betur fallinn til að taka við
forustu þjóðar sinnar. Gandhí sagði eitt
sinn um Nehru: ..Hann er meira en fé-
lagi. og engin pólitísk misklíð mun nokk-
urntíma gera okkur viðskila. . . . Hann
er hugrekkið holdi klætt .... Ilann hef-
ur óbifanlega trú á hlutverki sínu.“ Öðru
sinni sagði hann: ..Jawaharlal segist ekki
skilja tungumálið sem ég tala og kveðst
sjálfur tala mál sem ég skilji ekki. Ég
skal ekki dæma um sannleiksgildi þess.
En tungumál þurfa ekki að tálma ein-
ingu hjartnanna. Og eitt veit ég fyrir
víst: þegar ég er farinn mun hann tala
mitt mál.“
Hin ítrekaða óþolinmæði Nehrus við
Gandhí var ævinlega ofurliði borin af
djúpri virðingu hans og fölskvalausri ást
á meistara sínum. Hann var stórhneyksl-
aður á því tiltæki Gandhís að fasta til
dauða árið 1933, en skrifaði honum sarnt
innilegt bréf og kvaðst vera vegalaus og
áttavilltur í landi þar sem meistarinn
væri eini vegvísirinn. Ilvert gæti hann
nú snúið sér til að leita huggunar, hug-
hreystingar og leiðsagnar?
Jawaharlal Nehru fæddist 14. nóvem-
ber árið 1889 — sama ár og Adolf Hitler
— í Allahabad skammt fyrir norðan
hina fornhelgu borg Benares. Gandhí var
þá tvítugur að aldri.
Faðir Nehrus, Mótílal, var vellauðug-
ur málafærslumaður í Allahabad, af
brahmina-ætt frá Kasmír og því úr
æðstu stétt Hindúa. Heimilið var að því
leyti dæmigert hindúískt heimili, að öll
fjölskyldan, foreldrar, börn, frænkur og
frændur, bjó undir sama þaki, en Mótílal
var mjög vestrænn í hugsunarhætti og
háttum, þannig að hinn ungi sveinn fékk
í rauninni samskonar uppeldi og enskir
aðalsdrengir, klæddist á vestræna vísu,
fékk tilsögn enskra heimiliskennara, lék
cricket, og tennis, iðkaði útreiðar og
sund. í húsinu sem fjölskyldan fluttist
til, þegar Jawaharlal var 10 ára, voru
tvær sundlauear, önnur innanhúss, hin
undir berum himni. Hann naut alls hins
bezta í uppvextinum, auðs og áhyggju-
levsis, góðrar heilsu og bráðþroska
eáfnafars. Fjölskyldusamræður fóru fram
á ensku, þannig að hún var æ síðan hið
eiginlega móðurmál hans, þó hann talaði
hindí reiprennandi og kynni sansfcrít.
Ilann hugsaði jafnan á ensku, og með-
fangi hans einn kvartaði yfir því fyrr á
árum, að hann dreymdi á ensku. Einn
liinna ensku heimiliskennara, Brooks að
nafni, hafði varanleg áhrif á drenginn,
vakti áhuga hans á bókum og vígði hann
inn í töfraheim vísindanna, sem áttu
alla tíð sterk ítök í honum. Mótílal faðir
hans varð m. a. frægur fyrir að flytja
fyrsta fólksbílinn til Indlands. A heim-
ilinu var sífelldur gestagangur, og komu
þar einkum indverskir menntamenn, sem
töluðu og hugsuðu á ensku, en voru
gramir Bretum fyrir hroka þeirra og til-
litsleysi í samskiptum við Indverja.
A þessum árum hafði Jawaharlal samt
lítið af föður sínum að segja, dáði hann
og virti úr fjarlægð, en hafði hálfgerðan
beyg af honum, því hann vissi um skap-
ofsa hans og hörku. Hann fór mikið ein-
förum, þó hann umgengist fullorðna
fólkið meir en títt er um börn. A þess-
um árum þróaðist með honum það sjálf-
stæði og sú einþykkni, sem voru bæði
styrkur hans og veikleiki æ síðan.
Sextán ára gamall hélt Jawaharlal til
náms í Englandi árið 1905 og var í Ilar-
row-skólanum næstu tvö árin, en fór þá
til Trinity College í Cambridge, þar sem
hann lagði stund á efnafræði, jarðfræði
og grasafræði. A þessu skeiði var fátt í
fari hans sem benti til þess, að hér færi
væntanlegur leiðtogi annarrar stærstu
þjóðar jarðarinnar. Ilann lék cricket og
knattspyrnu, einsog skyldan bauð, las
dagblöðin og varð harla glaður þegar
Japanir sigruðu Rússa, en hann talaði
sjaldan á mannfundum, stamaði og
skelfdist margmenni. Hann reyndist eng-
inn afburðanámsmaður, lauk samt prófi
í náttúruvísindum og tók að nema lög í
Nehru nýtur samvistanna við meistara sinn Mahatma Gandhi á þingi Þjóðþingsflokksins 1942.
5
l