Samvinnan - 01.08.1967, Side 12

Samvinnan - 01.08.1967, Side 12
gangs Edelsteins eða lesið grein hans í síðasta hefti Mennta- mála, vita nokkuð, um hvað verður væntanlega að ræða. Spurningin, sem svara þarf, er þessi: eru það venjulega lág- stéttabörnin hér á íslandi, eins og reynzt hefur vera í mörgum nágrannalöndum okkar, sem lenda í upphafi í lakari bekkj - um barnaskólanna, sitja þar árum saman við lítinn orðstír, eiga erfitt með að vinna sig upp, og komast loks mjög örð- uglega gegnum þær þröngu dyr, sem veita rétt til æðra náms? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað enn á íslandi. Rétt er að geta enn um tvo málaflokka, sem skólarann- sóknir hafa reynt að sinna nokkuð. Hinn fyrri er forskóla- undirbúningur barna og upp- haf skólagöngunnar yfirleitt, og hefur einkum verið reynt að athuga skólagöngu 6 ára barna. Forskólavandamálið er nú mjög í brennidepli meðal margra grannþjóða okkar, og getum við eflaust lært sitthvað af þeim ýmsum, t. d. frændum okkar á Norðurlöndum. Hér á íslandi virðist einhver heildar- lausn á vanda þessara barna vera brýn, a. m. k. í öllu þétt- býli. Síðari málaflokkurinn er kennaramenntunin, en hún hlýtur raunar alltaf að vera fastagestur í öndvegi allra skólarannsókna. Skylt er loks að geta þess, að skólarannsóknir hafa sam- vinnu við allmarga aðila, sem fást við menntamál, jafnvel þótt sú samvinna þyrfti enn að aukast verulega. Má hér geta um nefnd þá, sem starfar að menntamálum á vegum Efnahagsstofnunarinnar og fleiri stofnana með aðstoð frá Efnahags- og framfarastofn- uninni í París; Hagstofu ís- lands, og loks, að sjálfsögðu, Fræðslumálaskrifstofuna og auk þess Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. II. Prófgráður gagnfræðastigs. Segja má, að margar ástæð- ur valdi því, að vert er að veita athygli prófum hins ís- lenzka skólakerfis. I fyrsta lagi hafa próf verið afar ríkur og dýr þáttur í skólakerfinu, og mjög tímafrekur, og er þetta eitt ærin ástæða til náinnar athugunar: m. ö. o. hvernig má draga úr prófum og spara sér þau, en auka í staðinn virka kennslu, og hvernig fáum við bezt nýtt þau próf, sem vart verður komizt af án? Önnur — og fyrir sitt leyti einnig ærin — ástæða er sú, að gerð og eðli prófa hefur þung og ctvíræð áhrif á kennsluaðferö- ina sjálfa: kennt er oft fremur til prófs en til lifsfyllingar og þroskunar nemenda, og á þetta sennilega hvergi betur við í skólakerfinu en á gagnfræða- og menntaskólastiginu. Ljóst er t. d., að landspróf miðskóla er í eðli sínu þannig, að menn hyllast til slíkra vinnubragða, enda bera margar kvartanir kennara, nemenda og foreldra undan prófinu í ár þess skýran vott að svo sé. Námsefnið er viðamikið, prófkröfur fremur strangar, og prófið sjálft skil- yrði — og í mörgum tilvikum ófrávíkjanlegt skilyrði — til æðra náms. Afleiðing alls þessa er afar mikil áherzla á ítroðslu þekkingar og miklar kunnáttu- kröfur, og spyrja menn svo, hverju eða hverjum það ástand sé að kenna. Landsprófið sjálft, skipulag þess og uppbygging, svo og eðli prófkröfunnar, þarf vitaskuld náinnar athugunar og endurskoðunar við, en ann- ars mun ekki fjölyrt um það stórmál nú að sinni. Þau próf, sem munu hins vegar verða tekin til umræðu nú, eru hið almenna miðskóla- próf og gagnfræðaprófið. Það vill oft gleymast ýmsum, t. d. mörgum foreldrum að ég hygg, að þessi tvö próf veita sam- kvæmt lögum og reglugerðum ýmis ekki ómerk réttindi, þó að sjaldnast geti þau leitt til æðra náms í skólakerfi okkar nú, að vísu með ákveðnum skýrum undantekningum. En þar sem landsprófið veitir eitt sér og án viðbótarprófa full réttindi til náms i menntaskólum, rekum við okkur á það, er við könnum lög og reglugerðir um ýmsa sérskóla sem taka við mið- skólaprófsfólki og gagnfræð- ingum, að töluvert algengt er, að skólarnir áskilji sér rétt til hinna og þessara inntöku- og viðbótarprófa. Hver skyldi ástæðan vera? Hún mun vera sú, að nánast ekkert samræmi virðist milli þess, sem hinir ýmsu miðskólar, gagnfræða- og héraðsskólar gefa út undir hin- um sameiginlegu nöfnum: miðskólapróf eða gagnfræða- próf. Athugum nokkur dæmi. Al- mennt miðskólapróf veitir rétt- indi til að stunda nám m. a. í Matsveina- og veitingaþjóna- skóla, í Vélskóla íslands og í iðnskólum og verknámsskólum. Undirritaður hefur ekki rekizt á sérstök ákvæði um viðbótar- eða inntökupróf í Matsveina- og veitingaþjónaskólann né heldur í Vélskóla islands. En í lögum um iðnfræðslu, samþykktum á Alþingi 30. apríl 1966, segir svo í 22. grein, síðustu mgr.: „Rétt er verknámsskólum og iðnskólum að halda undirbúningsnám- skeið í íslenzku og reikningi, ef ástæða þykir til.“ Jafnvel þótt þetta ákvæði laganna muni að nokkru leyti hafa verið hugsað með tilliti til þeirra umsækj- enda, sem sækja um inntöku eftir 18 ára aldur og hafa ekki miðskólapróf — en þeim um- sækjendum má veita undan- þágu frá miðskólaprófsákvæð- inu, ef þeir standast inntöku- próf í íslenzku og reikningi — þá er mér fullkunnugt um það, að iðnskólar telja sig iðulega neydda til að hressa upp á mið- skólaprófsmenn á undirbún- ingsnámskeiði og prófa þá með inntökuprófi. Maður nokkur, sem unnið hefur talsvert náið að þessum málum, hefur tjáð mér, að hann sjái ekki betur en að miðskólapróf séu í fyrsta lagi nánast jafnmörg og jafn- ólík innbyrðis og skólarnir, sem gefa þau út, en auk þess viröist sáralítið samræmi frá ári til árs milli miðskólaprófa innan sama skóla, a. m. k. í sumum skólum. Iðnfræðsluráð mun enda hafa verið í stöðugum vandræðum með að meta getu og kunnáttu umsækjenda. Snúum okkur nú að gagn- fræðaprcfinu og athugum nokkra skóla. Um Tækniskóla íslands, þ. e. inntöku í undir- búningsdeild hans, ber lögum og reglugerðum ekki saman. Lögin, sem voru staðfest af for- seta íslands 26. apríl 1963, kveða svo á í 8. gr., að auk iðn- skólaprófsmanna geti enn- fremur „fengið inngöngu í undirbúningsdeild þeir, sem hafa lokið miðskólaprófi og hafa hlotið nægilega verklega þjálfun". í síðustu mgr. sömu lagagreinar segir síðan: 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.