Samvinnan - 01.08.1967, Page 15

Samvinnan - 01.08.1967, Page 15
en að hinu innra starfi hans, starfsgrundvellinum hefur aldrei verið hugað. Sú arfleifð, sem fyrir var í Lærða skólan- um, tók sér bólfestu í hinum almennu skólum og situr þar óbreytt sem fastast enn. 2. Til eru tvær stefnur í upp- eldisfræði: Önnur álítur að orðið sé eitt saman uppspretta allrar þekkingar. Þekking sé ekki annað en hugmyndir mannsandans klæddar í orð. Allt nám sé í því fólgið að til- einka sér þessar hugmyndir með tilstyrk orðanna. Það er hin platónsk-þýzka stefna, sem hefur dagað uppi í ís- lenzkum skólum. Á þessari stefnu eru kennsluaðferðir byggðar (lexíu-yfirheyrsluað- ferðin), kennslubókagerð okk- ar (tröllatrú á prentsvertu sem einhlítum þekkingarmiðli) og skólabyggingastefna okkar (gert er einungis ráð fyrir nemendum, kennurum ásamt kennslubók innan veggja skól- anna). 3. Hin stefnan í uppeldis- fræði lítur svo á, að hlutirnir séu uppspretta þekkingarinnar, náttúran, óháð manninum, og reynsla mannanna í viðskipt- um þeirra við hana, sé efni þekkingarinnar, sem tjáð er svo með orðum og táknum. Uppspretta þekkingarinnar sé í tengslum manna við hlutina. Þetta er hin empíríska stefna, en helztu fulltrúar hennar hafa verið uppi meðal ensku- mælandi þjóða, allt frá Prancis Bacon og John Locke. Þetta er stefna nútíma (náttúru)vís- inda, stefna nútímans. Hún er nær óþekkt hér á landi. 4. ítroðsluaðferðin, byggð á hinni öldnu miðaldareglu: hlýða og læra, er ríkjandi. Nýj- ar hugmyndir hafa blandazt hinu ríkjandi kerfi fyrir at- beina einstakra manna, sern hafa stundað nám eriendis, en þær hafa komið hikandi og til- viljunarkennt án þess þær mörkuðu nokkur varanleg spor. Allir kvarta og eru óánægðir með hið ríkjandi kennslukerfi, en engin ný stefna hefur nokkru sinni verið mörkuð og endurbótabaráttan er því háð í blindni. 5. Fremsti fulltrúi þýzkrar heimspeki meðal núlifandi ís- lendinga, Matthías Jónasson, hefur ekki séð sér fært, að framfylgja út í æsar hinni platónsk-þýzku stefnu. Bók hans, „Nýjar menntabrautir“, er samhristingur úr hinum tveim ofannefndu stefnum. Á þeim grundvelli verður engin endurnýjunarbarátta háð. 6. Ástandinu í íslenzkum skólamálum verður helzt lýst með orðunum botnlaust öng- þveiti. Til þess að ráða nokkra bót á því öngþveiti nægir þó ekki það eitt að afla nýrri skóla- stefnu viðurkenningar. Þá fyrst má búast við að rofa taki til, þegar skapast hefur all- traust siðmenning á grundvelli nýrra atvinnu- og þjóðlífs- hátta, sem tekur við af gömlu bændamenningunni. Slík menning er enn ekki til. Hún skapast ekki heldur nema hag- nýttir séu allir tiltækir kraftar til rannsókna og skapandi starfs á sviði húmanískra fræða: heimspeki, siðfræði, uppeldisfræði, félagsfræði, sál- arfræði, að ógleymdri sögu þessara greina, sögu íslenzkra skóla frá Haukdælum til okkar daga og sögu þjóðarinnar í heild. (Það er þjóðarskömm og svívirðing, að enn skuli engin íslandssaga vera til). Sú vís- indastarfsemi þarf að haldast í hendur við lífið, við reynsl- una. Teorían verður að tengj- ast hinu empíríska. 7. Öll vísindi leita sannleik- ans. En hann er gagnslaus nema hann fái að koma óhindr- að í Ijós, nema ríkið setji ekki hömlur fyrir leitinni að honum og tjáningu hans. Svo lýðfrjálst er hið íslenzka ríki ekki. Hið frjálsa orð er bundið ótal tak- mörkunum. Valdinu er beitt miskunnarlaust í þágu þröngra flokkssjónarmiða. Hver sá, sem lætur í ljós óþægilega gagn- rýni, er settur utangarðs til þess að hindra hann í að beita sér. (Og það getur hann ekki, nema hann sé sérstaklega vel fjáður, en það eru mennta- menn ekki). Ungir menn, sem ráðast í þágu skólakerfisins, verða að gæta þess að segja ekkert, sem komið gæti við kaunin á valdhöfunum, þeir verða og helzt að bregða á sig réttum flokkslit. Það getur bundið enda á alla framavon, ef eitthvað er sagt, sem er lík- legt til að falla illa í kram „ráðuneytisins“. Þess vegna gera menn það heldur ekki og halda áfram að vera taglhnýt- ingar valdsins eftir a'ð þeir eru komnir í æðstu stöður (t. d. fræðslumálastjóri og skóla- stjóri Kennaraskólans). Vissulega er það eðlislægt öllu valdi að vilja hafa slétt- greidda menn, sem sofa vel á nóttum, í návist sinni. Aðrir eru slæm handbendi, og vald- inu væri þá máttar vant við að koma fram vilja sínum. En engin framför verður nema valdið sé neytt til að taka til- lit til hinna, sem hvorki eru sléttgreiddir né sofa vel á nóttum. Slíkt kostar oft langa baráttu. Líklega tekur barátt- an fyrir lýðræðinu engan enda, meðan valdið varir. Langt verður að bíða þess, að sá hæf- asti gangi ætíð fyrir. En mis- beiting valdsins í þágu flokks- hagsmuna kemur niður á skól- unum. Þeir eru afsprengi lýð- ræðis og þrífast illa án þess (sjá I, 2). 8. Af ofangreindum sökum er engin frjáls akademía til á ís- landi. Hugsjón miðalda um að sá, sem styður menntir, hafi engan íhlutunarrétt um árang- ur eða niðurstöður, á ekki upp á pallborðið í fangelsinu fyrr- verandi við Lækjartorg. Heimska, skilningsleysi og nízka valdhafanna sér um að halda frjálsri hugsun alveg niðri við frostmark. Það er eng- inn Galílei til á íslandi, vegna þess að hann hefur ekki efni á að hugsa. Hinir löggiltu hugsuðir ríkisins segja aldrei neitt óþægilegt. Að vísu sprett- ur rektor háskólans fram einu sinni á ári, eins og kú-kú-fugl á svissneskri klukku, og held- ur mikinn og skörulegan reiði- lestur um ófremdarástand aka- demíunnar. En það er aðeins einu sinni á ári. Þess á milli hvílir hann á lárviði. „Allir kvarta og eru óánœgðir með liið ríkjandi kennslu- kerfi, en engin ný stefna hefur nokkru sinni verið mörkuð og endurbótabaráttan er því háð í blindni.“ „Ástandinu í íslenzkum skólamálum verður helzt lýst með orðunum botnlaust öngþveiti." „Valdinu er beitt miskunnarlaust í þágu þröngra flokks- sjónarmiða. Hver sá, sem lœtur í Ijós óþœgilega gagnrýni, er settur utangarðs til þess að hindra liann í að beita sér. (Og það getur liann ekki, nema hann sé sérstaklega vel fjáður, en það eru menntamenn ekki). TJngir menn, sem ráðast í þágu skólakerfisins, verða að gæta þess að segja ekkert, sem komið gæti við kaunin á valdhöfunum, þeir verða og helzt að bregða á sig réttum flokkslit. Það getur bundið enda á alla framavon, ef eitthvað er sagt, sem er líklegt til að falla illa í kram „ráðuneytisins“.“ 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.