Samvinnan - 01.08.1967, Síða 18

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 18
HÖRÐUR BERGMANN: UPPELDISHLUTVERK SKÖLANS Hér á landi virðist almenn- ingur ekki velta mikið fyrir sér starfi og hlutverki skól- ans. Slíkar vangaveltur eru eftirlátnar skólamönnum, nefndum og sérfræðingum. I tímariti kennarasamtakanna, Menntamálum, hafa ný viðhorf til skólastarfs oft verið kynnt síðasta áratuginn, og öðru hverju hafa ýmis vandamál uppeldis- og skólastarfs verið reifuð í blöðum og útvarpi. En almenns áhuga eða þátttöku í þeim umræðum verður ekki vart. Ljóst er þó, að í þessum efnum hefur þjóðin öll meiri og minni hagsmuna að gæta, og það mundi styrkja stöðu þeirra, er knýja vilja fram breytingar á högum og starfs- háttum skólanna, að sem flest- ir teldu sér málið skylt og létu það til sín taka. Foreldrar ættu ekki að láta sér nægja að spyrja: hvaða einkunnir fá Jón og Gunna í skólanum, held- ur segja: hvað gerir skólinn fyrir þau og hvað þarf hann að gera? Flestir, sem utan skólanna standa, virðast líta á þá sem fræðslustofnun einvörðungu, og raunar er það viðhorf út- breitt innan veggja líka. Vita- skuld hefur skólinn þó ávallt verið uppeldisstofnun, góð eða slæm eftir atvikum. Hvers kon- ar skólanám og þau mannleg samskipti, sem því fylgja, hlýt- ur að hafa uppeldisáhrif. Nú er hinsvegar orðin brýn nauð- syn, að skólinn viðurkenni í verki, að hans bíður mikið og vaxandi uppeldishlutverk. Hin- ar öru þjóðlífsbreytingar síð- ustu áratuga hafa margoft verið raktar af ýmiss konar til- efni. Hér skal stuttlega bent á nokkur meginatriði þeirra breytinga, er varða uppeldis- mál. í hinu horfna bændaþjóð- félagi voru flestar nauðsynjar 18 fjölskyldunnar framleiddar á heimilinu og gáfust þar næg verkefni handa börnum og fullorðnum. Tilgangur starfs- ins var augljós, nauðsyn þess ótvíræð. Heimilið var strangur skóli í skyldurækni. Samhjálp og samvinna þriggja kynslóða í harðri lífsbaráttu gat veitt félagslegt uppeldi, sem segja má, að væri fullnægjandi á sínum tíma. Vaxandi kynslóð nam tungutak, starfshætti og lífsviðhorf feðra sinna á hefð- bundinn hátt og þurfti ekki á endurmati eða endurnýjun þeirrar menntunar að halda. Þessu er ekki til að dreifa í iðnvæddu þéttbýli. Fjölda- framleiðsla flytur starfssviðið af heimilinu. Vinnan verður í ríkari mæli annarleg kvöð án beinna samskipta við náttúr- una. Hinar stóru fjölskyldur þriggja ættliða og frændliðs eru sundraðar í smærri heildir án sameiginlegra viðfangsefna. Afi og amma eiga helzt að vera á sérstöku heimili. Heimil- isfeðurnir vinna úti við hin ýmsu störf, og mæður, sem vinna úti, verða sífellt algeng- ara fyrirbrigði. Starfssvið yngstu kynslóðarinnar verður sérstök dagheimili, gatan og skólinn. Á honum hvílir nú aukinn vandi, uppeldisskylda. Skólinn verður að taka við, þar sem uppeldi heimilisins þrýtur. Hann verður að leggja aukna áherzlu á að glæða málskilning nemenda sinna og þjálfa mál- notkun vegna þeirra kynslóða- tengsla sem rofnað hafa; og breytingarnar, sem verða á þeim orðaforða, sem í notkun er, skylda skólana til að gæta bæði varðveizlu og landnáms tungunnar. Skólinn verður og í vaxandi mæli að leitast við að þroska dómgreind og skilning og kenna nemendum vinnu- brögð í stað fróðleiksmola, sem úreldast og gleymast í örri þró- un og vaxandi margbreytileika margra þátta þjóðlífsins. Skól- inn verður og að stefna mark- visst að því að þroska félags- kennd og skyldurækni hjá ungu kynslóðinni, ella gæti hún hæglega farið á mis við viðfangsefni og aðstæður, sem vekja slík viðhorf. Af sömu ástæðu þarf skólinn að geta boðið vaxtarskilyrði fyrir sköp- unargáfu, ímyndunarafl og til- finningaþroska yfirleitt. Hvernig rækir skólinn sitt nýja hlutverk? Þeim grundvelli, sem lagður var að móðurmálskennslunni á fjórða og fimmta áratugnum, hefur Óskar Halldórsson cand mag, námsstjóri í íslenzku, lýst svo: „Flokkun orða eftir forms- einkennum þeirra og beyging- arreglur urðu uppistaða mál- fræðikennslunnar í framhalds- skólum, og málfræðinám barna var byggt á sama grundvelli, hótt skemmra væri haldið. Þetta nám hlaut samkvæmt eðli námsefnisins að taka mik- inn tíma, enda urðu stafsetn- ing og málfræði höfuðvið- fangsefni íslenzkukennslunnar ásamt lestrarnáminu, en þar var stefnan þannig mörkuð, að megináherzla var lögð á lestr- arhraða, sem varð aðalgrund- völlur einkunnagjafar." (Menntamál 2. h. ’65). óskar bendir á, að helzt sé svo að sjá „að þeir, sem leiðina völdu, hafi gert ráð fyrir hinum gamla grundvelli málmenningarinnar óbreyttum og jafntraustum og hann var fyrir þjóðlífsbylt- inguna.“ Eins og áður var minnzt á getur sú málmenning, sem varðveitt var í sveitum landsins, ekki lengur skipt sköpum um málþroska æsk- unnar í dag. Samt eru höfuð- viðfangsefni móðurmáls- kennslunnar enn þau, sem lýst er í ofangreindri tilvitnun. Að vísu er hlutur bókmennta eitt- hvað að vænkast, en útgefnar skýringar við lesefnið og próf bera með sér, að markmið þeirrar kennslu séu meira og minna út í hött, þ. e. minnis- atriðakennsla prófuð með spurningum um efnisatriði og orð. Annarra mikilvægari markmiða bókmenntakennslu verður lítt vart, svo sem þess að höfða til skilnings nemenda á sjálfum sér og mannlífinu yfirleitt, örva ímyndunarafl þeirra og skapandi hugsun og hæfni þeirra til að tjá sig munnlega ekki síður en skrif- lega. Auðvitað er hér um vandasöm og margslungin verkefni að ræða, en engu að síður hlýtur að teljast óhjá- kvæmilegt, að þetta mark sé haft fyrir stafni. Hér að ofan var minnzt á nauðsyn þess, að skólarnir legðu aukna áherzlu á að skapa skilning, þjálfa rökrétta hugs- un og vinnubrögð í stað minn- isatriðakennslu. Guðmundur Arnlaugsson rektor fjallar um þessi atriði í grein um ný við- horf í reikningskennslu í síð- asta hefti Menntamála. Þar segir m. a.: „Aðalgalli reikn- ings- og stærðfræðikennslu hérlendis hygg ég hafi verið sá að hún hefur verið of vélræn, beinzt um of að vissri tegund leikni, en ekki lögð nóg áherzla á yfirsýn og skilning. Aðferðir sem ekki hafa nægan skilning að bakhjarli gleymast fljótt aftur og koma að litlu haldi.“ Tilraunir til að brjótast út úr þessum farvegi eru hafnar í barnaskólunum (náðu til sjö fyrstubekkjardeilda s.l. vetur), og innan gagnfræðaskólanna hefur ný kennslubók eftir Guð- mund numið land. í skyldri námsgrein, eðlisfræðinni, fara íslenzkir unglingar nær alveg á mis við sýnikennslu og verk- legar æfingar, sem skilningur á greininni og uppeldisgildi hennar grundvallast á. Þrjár eðlisfræðikennslustofur voru í notkun við gagnfræðaskóla Reykjavíkur s.l. vetur og ein eða tvær úti á landi. „Enda þótt smám saman séu að koma út nýjar, vél unnar kennslubækur, hafa óbreyttar endurútgáfur óvandaðra og úreltra bóka haft furðulegan viðgang bœði hjá Ríkisútgáf- unni og hinum rótgrónu útgáfufyrirtækjum á þessu sviði.“ „Sé vilcið að hinum félagslega þætti í uvpeldisstarfi skól- anna, er vert að gera sér Ijóst, að bæði stjóm þeirra og kennsluhœttimir eru alls eklci til þess fállnir að rœlcta félags- þrosJca.“ „AJgengasta stœrð bekJcja (30 nemendur) Jientar eiginlega engu þeirra Jcennsluforma sem nota þarf nú á dögum. Það eru of fáir fyrir fyrirlestra, JcviJcmynda- og myndasýningar ýmiss Jconar, en of margir fyrir einstaJclingsbundna kennslu og umrœðu- eða samtalsform.“ ..Frá því að hin tuttugu ára gömlu frœðslulög voru sett, hefur reynslan sýnt, að stjómvöJdin ætla sér ekki forystu- JúutverJc í þeirri menntamálabyitingu, sem þjóðin þarf að gera“

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.