Samvinnan - 01.08.1967, Síða 20

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 20
rétti um ýmis önnur mál er þá varða. Niðurröðun í kennslu- stofur miðast við að koma í veg fyrir samræður og sam- skipti nemendanna. Hver fyrir sig á að taka þegjandi við þeim fróðleik, sem kennarinn og kennslubókin miðla, og leysa verkefni sín einn. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur ræði vandamálin sín á milli eða vinni saman að ákveðnum verkefnum eins og gert er í daglegu lífi. Flokkavinna er sjaldgæf í barnaskólum og nánast óþekkt í gagnfræða- skólum. Algengasta stærð bekkja (30 nem.) hentar eigin- lega engu þeirra kennsluforma, sem nota þarf nú á dögum. Það eru of fáir fyrir fyrirlestra, kvikmynda- og myndasýningar ýmiss konar, en of margir fyrir einstaklingsbundna kennslu og umræðu- eða samtalsform. Þegar nemendafjöldinn er svona mikill verður hið lífvana „hernaðarlega" fyrirkomulag óhjákvæmilegt. Nemendurnir verða allir að vinna við það sama, til þess að kennarinn ráði við hlutverk sitt. Lexíu- stagl bekkjarkennslu, miðað við þá heilögu tölu 30, er hjá okkur bundið í viðjar rótgró- innar hefðar og steinsteypu og þess verður ekki vart í nýjum skólabyggingum, að glufur hafi myndazt í þann múr. í raun- inni ýta þessir kennsluhættir, ásamt hinum tíðu prófum með nákvæmri fyrirgjöf eftir 100 stiga kerfi, undir þá blindu einstaklingshyggju, sem lífs- þægindakapphlaup þjóðfélags- ins stuðlar að. Félagsstarf nemenda innan skólans (blaðaútgáfa, áhuga- hópar, skemmtanir o. fl.) getur hvergi nærri komið í stað þess félagslega uppeldis, sem van- rækt er við nám þeirra. Út- gáfustarfsemi og undirbúning- ur skemmtana nær venjulega aðeins til fárra, og við tóm- stundaiðju er „of mikil áherzla lögð á verkefnin, iðjuna, en of lítið er skeytt um einstakling- inn, sem iðjuna stundar, myndun hópsins, þróun sam- vinnunnar og ræktun félags- hyggju“, eins og Sigurjón Björnsson sálfræðingur komst að orði um þetta atriði á starfsfræðslunámskeiði fyrir kennara í fyrrahaust. Ekki verður skilizt við þessi efni án þess að minnast á hina nákvæmu niðurröðun í deildir eftir námsárangri, sem fram- kvæmd er í skólum okkar. Strax í byrjun skólagöngu er börnunum raðað í deildir eftir lestrarkunnáttu þeirra o. fl. Endurröðun fer oftast fram innan barnaskólans og síðan aftur í 1. bekk gagnfræðaskóla. Heimanmundur barnsins, eink- um málþroskinn, ræður mestu um, hvort barnið lendir í góð- um bekk eða lélegum. Kerfið býður þeirri hættu heim að góð greind fái ekki viðhlítandi vaxtarskilyrði. Það er því fróð- legt fyrir foreldra ekki síður en kennara að kynnast niðurstöð- um rannsókna á þessu fyrir- komulagi. í grein eftir ungan, norskan uppeldisfræðing, Tor- ild Skard, sem Þorsteinn Sig- urðsson kennari, ritstjóri Menntamála, hefur þýtt fyrir 3. hefti tímaritsins '66 segir m. a. svo um það efni: „Bæði í Eng- landi og Svíþjóð liggja fyrir niðurstöður rannsókna, sem sýna að bekkirnir fyrir greind- arfarslega eða bóklega getu- minni nemendurna eru orðnir að dilkum, sem börn verkalýðs- stéttanna eru dregin í. Og ekki nóg með það, heldur kemur á daginn, að hin upphaflega að- greining — hvort sem hún fer fram snemma eða seint — hef- ur örlagaríkar afleiðingar fyrir áframhaldandi skólagöngu. Hún verður „self-fulfilling prophecy" — spádómur, sem rætist af sjálfu sér: Þeir, sem settir eru í getuminni bekkina, verða, og það er afleiðing af staðsetningunni, stöðugt lakari i skólanum — og lakari en þeir hefðu orðið í öðrum bekk, t. d. greindarfarslega blönduðum bekk. Þetta er í orsakasam- bandi við marga hluti: lélegri kennara, drottnandi svipmót bekkjarins, sem einkennist af getulitlum og áhugalitlum nemendum, stimpilinn frá um- hverfinu fyrir að vera „heimsk- ur“ o. s. frv.“ Hvað er framundan? Hér hafa verið dregin fram nokkur atriði til skýringar því, hversu skólar okkar eru í stakkinn búnir að sinna því uppeldishlutverki, sem þjóð- lífsbreytingarnar hafa lagt þeim á herðar. Ýmsum kann að virðast, að fjandinn hafi verið málaður á vegginn, en því miður er harla vafasamt, að myndin verði fegurri við nán- ari skoðun. Skólinn eins og hann er hefur ekki þau áhrif, sem hann þarf að hafa. Hann er ekki félagslega, menningar- lega eða þjóðlega bindandi og honum hefur ekki tekizt að verða sá vettvangur í uppeldi æskunnar, sem hann þarf að vera. Við vitum og að tilvera okkar sem sjálfstæð þjóð grundvallast m. a. á menning- arlegu sjálfstæði. Einangrunin er rofin, erlend áhrif flæða yfir og líf og gildi íslenzkrar menn- ingar er undir þvi komið, hversu verndun og óhjákvæmi- leg aölögun og úrvinnsla í menningarlegum efnum tekst. Mikilvægt hlutverk skólans i þeirri glímu verður ekki ve- fengt. Okkur er því hollt að minnast niðurstöðu þeirra rannsókna, er Þjóðverjar gerðu eftir heimsstyrjöldina síðari á því, hver væri sök skólakerfis- ins og háskólans á viðgangi nazismans. Dr. Wolfgang Edel- stein hefur dregið þær niður- stöður saman í grein í Mennta- málum 3. h. ’57. „Nefndir há- skóla og æðri skóla, sem um málið hafa fjallað, birta í greinagerðum sínum, að ekkert það hafi verið kennt skólaæsk- unni, er hefði getað styrkt hana til mótstöðu. Það, sem skólarnir veittu, gaf henni enga mælikvarða til að miða við, ekkert mat á reynd dags- ins, ekkert samband við félags- leg og pólitísk fyrirbæri. Skól- inn, kennslan, fögin höfðu komið sér hjá öllu gildamati: Skólinn var félagslega utan- gátta.“ Margt bendir til að ís- lenzki skólinn standi að mörgu leyti í sömu sporum og hér er lýst, og ef hann stendur lengi enn í þeim sporum er hætt við, að hlutur uppvaxandi kynslóð- ar okkar í baráttunni fyrir varðveizlu og endurnýjun ís- lenzkrar menningar í vaxandi þunga erlendra áhrifa verði engu betri en hlutskipti þeirrar þýzku í framsókn nazismans, mótstöðuaflið og baráttuvilj- ann vanti. í yfirgripsmikilli grein um stöðu skólans í þjóð- félaginu kemst Kristján J. Gunnarsson skólastjóri t. d. svo að orði: „íslenzki skólinn hefur ekki þróazt til samræmis við þjóðlífsbreytingar og uppfyll- ir ekki þarfir þjóðfélagsins eins og þær eru nú. Af þessu leiðir, að við ráðum naumast lengur, hvaða stefnu uppeldi þjóðar- innar tekur í framtíðinni.---- Ef ekki tekst að fella upp- eldi og menntun að breytileg- um aðstæðum nútímaþjóðfé- lagsins mun af því leiða vax- andi menningarlega upplausn og félagslegt staðfestuleysi." Eins og getið var í upphafi eru mörgum skólamönnum ljósir þeir annmarkar skóla- starfsins, sem hér hafa verið dregnir fram, og alvara sú, sem er á ferð, og hafa þeir margt um það rætt og ritað. En skóla- starfið varðar alla þjóðina, nú- tíð hennar og framtíð. Al- menningur þyrfti að láta sig meiru varða, hvernig skólinn rækir hlutverk sitt og hver að- staða honum er búin. Við eig- um ekki von þeirra breytinga, sem þörf er á, fyrr en ráðstaf- anir hafa verið gerðar til að fá í starf fleiri kennara með aukna menntun, kennslubækur og önnur kennslutæki fullnægi kröfum tímans og starfsað- staðan sé sæmandi í öllum greinum. Breytingum verður ekki valdið, nema þeim skil- yrðum sé fullnægt. En reynsl- an sýnir, að fullnæging hinna félagslegu þarfa verður útund- an í því kapphlaupi um fjár- magnið, sem fram fer í okkar þjóðfélagi. Fyrirrennarar okkar hér í höfuðstaðnum reistu í fátækt sinni skóla með sam- komusal, bókasafni, íþrótta- húsi og jafnvel sundlaug (Mið- bæjarsk., Austurbæjarsk.). í okkar margprísaða velmegun- arþjóðfélagi er vaxandi skortur á sérkennsluhúsnæði, og skóla- bókasöfn til afnota fyrir nem- endur eru fágætt fyrirbrigði. Frá því að hin tuttugu ára gömlu fræðslulög voru sett, hefur reynslan sýnt, að stjórn- völdin ætla sér ekki forystu- hlutverk í þeirri menntamála- byltingu, sem þjóðin þarf að gera. í þeirri framfaraviðleitni, sem vart hefur orðið þetta tímabil, hefur forystan verið í höndum áhugasamra skóla- manna. Hafa þeir jafnan feng- ið góðfúslegt leyfi til þeirra til- rauna og breytinga, sem ekki kosta mikið. En skólarnir eru alvarlega vanbúnir að gegna því hlutverki sínu, er hér hefur verið fjallað um. Framtíðin geymir svarið við spurningunni um, hverjar afleiðingar þess verða. Aukinn skilningur og áhugi á vandamálum uppeldis- og skólastarfs ætti að hafa í för með sér almennari vilja til að knýja á um úrbætur. Gæti það flýtt því, að þjóðfélagslegt mikilvægi skólanna fengi við- urkenningu í verki og sköpuð yrðu skilyrði til að gera þær breytingar, sem verða þurfa á starfi þeirra. Júlí 1967. Hörður Bergmann. 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.