Samvinnan - 01.08.1967, Page 23
Ég hef rætt mál þessi við
Baldur Ingólfsson, mennta-
skólakennara. Hann sagði m.
a.: „Börnin sleppa alltof vel í
barna- og gagnfræðaskólun-
um. Þar eru gerðar alltof litlar
kröfur og slugsað við margt".1)
Með snarpari vinnubrögðum
mætti stytta námið þannig að
stúdentar brautskráðust 18
ára, t. d. með því að hefja
kennslu í 6 ára aldursflokki —
sbr. orð háskólarektors í fyrr-
nefndri ræðu — „þá er ég
þeirrar skoðunar að 6 ára börn
hér í þéttbýlinu séu beinlínis
andlega vannærð" — og einnig
mætti sameina 9 og 10 ára
bekkina.
„Þess vegna kemur þessi óg-
J) Sbr. einnig greinina:
Menntun og múrverk eftir
undirritaðan, í 40 ára afmælis-
riti Heimdallar, Heimdallur
fjörutíu ára, 1967, bls. 35—42.
urlegi sprettur fyrir landspróf
og í 3ja bekk í menntaskólun-
um“, hélt Baldur Ingólfsson
áfram. — „Það þarf að efla
barna- og unglingaskólana til
mikilla muna, styrkja kennslu
þar og auka menntun kennar-
anna. Til dæmis er áberandi,
hvað við erum orðin á eftir í
stærðfræði. Og í bókstaflegum
skilningi þori ég að fullyrða,
að menn komi að stúdentsprófi
illa læsir og lítt skrifandi."
Þetta er þá uppskeran .eftir
margra ára ræktunarstörf.
Ekki er hún nú glæsileg. Má ég
þá heldur biðja um það „skóla-
kerfi“, sem var í gamla daga.
Þá lærði fólk þó að minnsta
kosti að tala og heyja sér orða-
forða. Nú er raunar svo komið,
að sáralítil eða engin áherzla
er lögð á íslenzka tungu og ís-
lenzkar bókmenntir í skóla-
kerfinu, en þær hafa verið
kjölfesta íslenzkrar menning-
ar um aldaraðir. í mennta-
skólunum er meiri áherzla
lögð á Ablativus Absolutus
og Vernerslögmál heldur en að
kenna fólki að tala og skrifa
móðurmálið, eða herða það í
eldi fagurra bókmennta. Siík
þróun á auðvitað eftir að hefna,
sín. En hún kemur því miður
ekki niður á þeim sem ætti —
hirðulitlum og lágt hugsandi
kennurum — heldur saklaus-
um unglingum. Akrinum sem
ég nefndi áðan. Af starfi minu
get ég t. d. fullyrt að stúdents-
próf er engin trygging fyrir
því, að ungt fólk geti skrifað
íslenzku stórslysalaust.
Nú er talað af fjálgleik
miklum um að auka þurfi
þjóðrækni með unglingum og
hefur það verið rætt á mál-
þingi kennara. Er ekki ástæða
til annars en fagna þeim á-
huga. En það þarf ekki að
vefja þjóðræknina — eða öllu
heldur þjóðerniskenndina —
inn í neinar „finar“ umbúðir
skrafs og yfirlýsinga. Auðvitað
er aðeins til ein leið í þessum
efnum, sem orðið getur til ein-
hvers gagns, þ. e. að kenna
börnum og unglingum sögu
okkar, tungu og bókmenntir,
svo að mannsæmandi sé. Af
slíkri kennslu mundi spretta
sú eina þjóðrækni, sem um-
talsverð er. Og þá á ég ekki
við þessa danahaturs-sagn-
fræði sem tíðkazt hefur, né þá
þurrpumpuðu íslenzku, sem
allsráðandi er í útvarpsþátt-
um um „rétt mál“ og margdauð
fornyrði — og ýmsir kennarar
virðast sérlega veikir fyrir, þó
að hún eigi lítið skylt við líf og
grósku — þá líðandi stund,
sem vex á vörum fólksins.
Þetta sérfræðingamál verkar á
mann eins og skammstafanir
á ljósaauglýsingum, þar sem
allt lýtur lágum lögmálum.
23