Samvinnan - 01.08.1967, Page 26

Samvinnan - 01.08.1967, Page 26
 riii != ^ '' ’ IMIIIIIII llllllllll llllllllll ■ IIIIIIIM GUÐMUNDUR HANSEN: SAMNINGSRÉTTURINN OG LAUNAKJOR HÁSKÖLAMENNTAÐRA KENNARA ]VIeð samningsréttarlögunum frá 1962 fengu ríkisstarfs- menn takmarkaðan samnings- rétt til að semja um launa- og starfskjör sín við samninga- nefnd ríkisins. Samningsrétt- urinn var veittur þáverandi heildarsamtökum ríkisstarfs- manna, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, og fer kjararáð þess með umboð að- ildarfélaganna, þegar samn- ingar fara fram, og hefir á hendi málflutning fyrir kjara- dómi. Samkvæmt lögunum hafa ríkisstarfsmenn ekki verkfalls- rétt, en gerðardómur, kjara- dómur, sker úr, þegar ekki semst. Skal þá kjaradómur taka tillit til ábyrgðar og menntunar í starfi og afkomu þjóðarbúsins. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því að lög þessi tóku gildi, hefir kjaradómur verið felldur þrisvar og þar af tvívegis til lausnar á heildarsamningum. Samningstímabilið er tvö ár. Ríkisstarfsmenn hafa þannig tekið laun samkvæmt kjara- dómi frá 1. júlí 1963, en kjara- dómur sá, er nú gildir, er frá 30. nóv. 1965. Allverulega hefir bryddað á óánægju með samningsréttar- lögin og kjaradóminn. BSRB hefir notað hvert tækifæri til að krefjast fullkomins samn- ingsréttar án gerðardóms og Bandalag háskólamanna, sem stofnað var 1958, hefir frá upp- hafi stefnt að því að verða sjálfstæður samningsaðili um launakjör háskólamanna, en reynslan hefir áþreifanlega sýnt, að þess er full þörf, og verður að því vikið síðar. Nið- urstaða kjaradóms hefir oft verið gagnrýnd harðlega á op- inberum vettvangi og stund- um dregið til furðulegra tíð- inda. Minnisstæðasta dæmið þar um var úlfaþyturinn veturinn 1963—4, sem kennaraprófs- menn og aðrir réttindalausir menn á gagnfræöastigi stóðu fyrir. Með hótunum um upp- sagnir sprengdu þeir kjara- dóminn og rikisstjórnin varð að lofa þeim námskeiðum og flokkshækkun, en þeir, sem settir höfðu verið eða skipaðir í kennarastöður fyrir 1952, fengu þegar í stað tveggja flokka hækkun og í sumum til- vikum hærri laun en háskóla- menntaðir kennarar með fyllstu starfsréttindi og hafa enn. Sennilega standa íslending- ar öðrum þjóðum framar um jafnræði manna á milli og launajöfnuður milli stétta og starfshópa mun hér meiri en hjá þeim þjóðum, sem næst okkur standa og helzt er til leitað um samanburð og fyrir- myndir. Þessi launajöfnuður hefir verið óréttlátur gagnvart háskólamönnum að undan- förnu, enda hafa þeir algera sérstöðu meðal ríkisstarfs- manna vegna hins langa und- irbúningsnáms og styttri starfsævi. Of mikill launajöfnuður af þessu tagi felur einnig í sér al- varlegar hættur fyrir þjóðfé- lagið. Áhugi ungmenna á lang- skólanámi minnkar, hundraðs- hluti þeirra stúdenta, sem ljúka háskólanámi, verður lág- ur og síðan fylgir geigvænlegur skortur á háskólamenntuðum mönnum til starfa í breiðum byggðum landsins og jafnvel landflótti þeirra, sem fyrir eru. Með kjarasamningunum, sem tóku gildi 1. júlí 1963, var stig- ið spor í þá átt að leiðrétta launahlutföllin háskólamönn- um í vil. En í stað þess að halda áfram á þeirri braut eins og nauðsynlegt var sneri BSRB blaðinu við og tók upp launajöfnunarstefnu að nýju og setti hún mjög svip sinn á kjaradóminn frá 30. nóv. 1965, sem nú gildir. Einna harðast bitnaði þetta á háskólamennt- uðum kennurum, sem eru ung stétt í þjóðfélaginu og verst launuð allra háskólamanna. Starfsréttindi þeirra og margra ára háskólanám er ekki heldur metið, þegar þeim er skipað í launaflokk með kennurum, sem hafa takmörk- uð eða engin réttindi. í samningsréttarlögunum segir að launa skuli eftir menntun í starfi. Þar hlýtur að vera átt við menntun og próf, sem veitir réttindi til ákveðins starfs samkvæmt lög- um. Mikill misbrestur er á, að þetta sé rétt skilið af þeim, sem hingað til og nú véla um launamál kennara á gagn- fræða- og menntaskólastigi, en þetta er grundvöllurinn, sem Félag háskólamenntaðra kenn- ara byggir launakröfur sínar á. Það hlýtur því að vera ein að- alkrafa FHK, að háskóla- menntuðum kennurum með fyllstu starfsréttindi sam- kvæmt forgangsréttarlögunum frá 1952 verði ekki framvegis skipað í sama eða lægri launa- flokk en réttindalausum mönn- um í kennslustarfi, eins og nú á sér stað. Jafnframt verður að tryggja háskólamenntuðum kennurum sambærileg launakjör við aðra háskólamenntaða starfsmenn, til þess að kennarastarfið verði ekki síður eftirsóknarvert en þau störf önnur, sem nauðsyn- legt er, að vandað sé til. Að láta þessi mál reka á reiðanum myndi þykja léleg hagfræði hjá þeim þjóðum, sem halda því á loft, að fé það, sem varið er til skólahalds og mennta- mála, skili meiri arði en fjár- festing í iðnaði og atvinnu- fyrirtækjum geri að meðaltali. Ríkisstjórn og Alþingi hafa ekki enn orðið við kröfum há- skólamanna um sjálfstæðan samningsrétt til handa BHM til jafns við BSRB og eru því félög háskólamanna höfð ut- angarðs nú, þegar unnið er að undirbúningi þeirra samninga, sem taka eiga gildi um næstu áramót. Horfir því ekki vel um framgang þessara mála. Af BSRB og Landssambandi framhaldsskólakennara er hér einskis góðs að vænta, og er það fullreynt. Má raunar furðulegt heita, að LSFK, sem samanstendur fyrst og fremst af réttinda- lausum kennurum, skuli hafa samningsréttaraðstöðu og við- urkenningu BSRB og ráðskast með samningamál réttinda- mannanna að þeim forspurð- um. Þarna snýr flötur upp, sem á að snúa niður. Barnakennurum myndi þykja þröngt fyrir dyrum, ef þeir 146 réttindalausu menn, sem nú kenna við farskólana í sveitum landsins, hefðu fé- lagsleg réttindi umfram SÍB og þar af leiðandi jafnhá og hærri laun en sjálfir kennara- prófsmennirnir. Á þeim er gerður þriggja flokka munur, þannig að barnakennarar eru í 16. launaflokki, en þeir rétt- indalausu í 13. launaflokki. Samkvæmt þessu ættu B.A.- menn að vera í 20. launaflokki, þegar réttindalausir kennarar hafa verið settir í 17. launa- flokk, en það er einmitt sá launaflokkur, sem FHK gerði kröfu til fyrir hönd B.A.-prófs manna í síðustu samningum. Á sama hátt ættu kennarar með cand. mag. prófi á menntaskólastigi að vera í 22. launaflokki eða einnig tveimur launaflokkum hærri en þeir eru nú. Með þessu hefði náðst æski- legt samræmi við aðra há- skólamenntaða starfsmenn og myndarlegt spor hefði verið stigið í þá átt að vinna bug á hinum raunverulega kennara- skorti, en hann er miklu meiri en sá kennaraskortur, sem lesa má um í skýrslum Fræðslu- málaskrifstofunnar. Tillögum í þessa átt var á sínum tíma stungið undir stól af BSRB, enda mátti aðildar- félag þess, LSFK, ekki heyra minnzt á nema einn launa- flokk fyrir allan þann sundur- leita hóp, sem það hafði þá umboð fyrir. Guðmundur Hansen. „Jajnjmmt verður að tryggja liáskólamenntuðum kennur- um sambœrileg launakjör við aðra háskólamenntaða starjs- menn, til þsss að kennarastarjið verði ekki síður ejtirsóknar- vert en þau störj önnur, sem nauðsynlegt er, að vandað sé til. Að láta þessi mál reka á reiðanum myndi þykja léleg hagjrœði hjá þeim þjóðum, sem halda því á lojt, að jé það, sem varið er til skólahalds og menntamála, skili meiri arði en jjárjesting í iðnaði og atvinnujyrirtœkjum geri að meðal- tali.“ 26

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.