Samvinnan - 01.08.1967, Side 27

Samvinnan - 01.08.1967, Side 27
JÚN R. HJÁLMARSSON: SKÖLARNIR OG ÞJÚÐERNIÐ S vo sem kunnugt er, var haldið í Reykjavík uppeldis- málaþing dagana 3. og 4. júní 1967. Þar var að sjálfsögðu margt til umræðu, en það mál- efni, sem hæst bar og var raun- ar aðalmál þingsins, var stór- merkt framsöguerindi Þórhalls prófessors Vilmundarsonar um þjóðernismál. Urðu um erindi þetta miklar umræður og sam- þykkti síðan þingið ýtarlega ályktun í því efni, svo sem kunnugt er. Ég leyfi mér að rifja upp eftir minni örfá veigamikil atriði úr ályktunum þingsins, er beinlín- is snerta þjóðernismálin og eiga erindi til okkar allra, eink- um þó foreldra, kennara og annarra uppalenda. í fyrsta lagi sagði svo, að leggja bæri ríka áherzlu á órofa tengsl ís- lands við hinn norræna menn- ingarheim, og að sífellt verði unnið að því að halda þeim tengslum sem traustustum, m. a. með því að halda uppteknum hætti um kennslu eins norræns máls fyrsts erlendra mála í skyldunámsskólum landsins. Þá sagði, að vinna bæri að því að íslendingar sjálfir hefðu jafnan stjórn á því, hvaða ut- anaðkomandi áhrifum þeir veittu viðtöku, og að goldinn skyldi varhugur við því, að menningaráhrif og tunga nokkurrar einnar þjóðar fengi hér óeðlilega mikil áhrif. Einnig var ályktað, að út- lent efni útvarps og sjónvarps skyldi sótt í vaxandi mæli til Norðurlanda og meginlands Evrópu til mótvægis við ofur- magn ensk-amerískra áhrifa á þeim vettvangi. Að síðustu fagnaði svo þingið þeirri lausn, sem boðuð hefur verið varðandi Kef la víkurs j ónvarpið. Þetta var að meginmáli efni ályktana þingsins, sem fjölluðu um þjóðernismál íslendinga, og er raunar þar fáu við að bæta. Segja má að þarna hafi verið drepið á nokkur mjög veigamikil atriði varðandi framtíð okkar í landinu, og á uppeldismálaþingið þakkir skildar fyrir framtak sitt. Það er áreiðanlega mjög mikilvægt, að við íslendingar séum vel á verði um menningarlega og þjóöernislega stöðu okkar á hverjum tíma. íslendingar vilj- um vér allir vera, sögðu Fjöln- ismenn, og vonandi heldur kjörorð þeirra fullu gildi enn. En á öld tækni, hraða og nýrra samgangna mæta okkur áður óþekkt vandamál. Sú hætta vofir yfir okkur, að alltof ein- hliða menningaráhrif eins ákveðins stórveldis slævi með tímanum þjóðarvitund okkar, einkum þó uppvaxandi kyn- slóðar, sem lítið hefur af öðr- um áhrifum og annarri menn- ingu að segja. Getur þá svo farið, að við bíðum með tíman- um tjón á sálu okkar sem ís- lenzkir menn, sem sérstök þjóð með sérstaka tungu og þjóð- menningu. Það er mikill misskilningur og furðuleg skammsýni, sem einkennir málflutning sumra málsmetandi manna, er þeir „Við verðum óhjákvœviilega að viarka okkar ákveðnu stejnu í þjóðernismálum og vera á liverjum tíma hús- bændur á okkar lieimili. Ej við á liinn bóginn látum handahójskennd álvrij er- lendrar yjirborðsmenningar ráða jerðinni, má jullyrða að við jljótum sojandi að jeigð- arósi.“ „Sú liœtta vojir yjir okkur, að alltoj einhliða menningar- áhrij eins ákveðins stórveldis slævi með tímanum þjóðar- vitund okkar, einkum þó uppvaxandi kynslóðar, sem lítið liejur aj öðrum álirijum og annarri menningu að segja.“ halda því fram, að íslenzk menning sé svo öflug, traust og veðurbarin, að ekkert fái henni grandað. Það er svo með menn- ingu okkar, tungu og þjóðar- vitund, að því aðeins fær þetta haldið velli og dafnað, að vel sé að því hlúð. Við verðum óhjákvæmilega að marka okk- ur ákveðna stefnu í þjóðernis- málum og vera á hverjum tíma sjálfir húsbændur á okkar heimili. Ef við á hinn bóginn látum handahófskennd áhrif erlendrar yfirborðsmenningar ráða ferðinni, má fullyrða að við fljótum sofandi að feigðar- ósi. Til slíks má aldrei draga og vonandi eru betri tímar framundan en gengið hafa yfir um skeið. Uppeldismálaþingið lagði til, að menntamálaráðherra skip- aði nefnd til aö gera tillögur um aukna fræðslu á sviði þjóð- ernismála í skólum landsins. Það er vissulega aðkallandi verkefni og raunar ætti ekki að þurfa neina nefndarskipun til að hvetja skólafólk til starfa á þessum vettvangi. Heimili og skólar þurfa að taka höndum saman og vinna íslenzkri tungu, menningu og málstað allt það gagn, sem við verður komið. Við höfum skyldum að gegna við þjóð okkar í fortíð og samtíð og alveg sérstaklega gagnvart framtíðinni. Með því að rækja skyldur okkar við ís- lenzka menningu, rækjum við einnig skyldur okkar við aðrar norrænar þjóðir og raunar þá heimsmenningu, sem við höf- um, að okkar hluta, hjálpað til að byggja upp. Þessum skyld- um megum við aldrei bregðast, hvorki gagnvart sjálfum okkur né öðrum. Mikils er um vert í þjóðlegri viðleitni okkar, að við látum aldrei pólitíska togstreitu, dægurþras og stundarhags- muni villa okkur sýn, heldur séum á hverjum tíma menn til að hefja þau mál, sem okkur eru helgust og dýrmætust, yfir hversdagsmálin. Málstaður ís- lands hefur þegar beðið tjón fyrir það, að honum hefur verið blandað um of inn í stjórn- málaátökin. Það er vonandi enginn vafi á því, að „íslend- ingar viljum vér allir vera,“ hvar í flokki sem við stöndum. Þjóðernismál okkar mega held- ur aldrei vera nein feimnismál eins og nokkuð hefur borið á síðustu árin eða flokksmál nokkurra stjórnmálasamtaka. Málstaður íslands, menning okkar og tunga er dýrmætasta sameign okkar og þessa eign skulum við öll taka höndum saman um að vernda og efla ofar öllu öðru. ÁLYKTUN UM ÞJÓÐERNISMÁL. 1. Fundur skólastjóra héraðs-, mið- og gagnfræðaskóla, haldinn í Borgarnesi 13.—20. júní 1967, ályktar að leggja beri aukna áherzlu á þjóðernislegt uppeldi og hvetur alla skólamenn og aðra uppalendur til að leggja þessum málum lið. 2. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess, að fram fari ræki- leg könnun, annars vegar á stöðu íslenzkrar tungu og menn- ingar meðal uppvaxandi kynslóðar og hins vegar ítökum er- lendra áhrifa. 3. Fundurinn væntir þess, að yfirvöld fræðslumála láti fram fara ýtarlega athugun á þessum efnum og beiti sér síðan fyrir þeim ráðstöfunum, er nauðsynlegar þykja. 27

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.