Samvinnan - 01.08.1967, Síða 28

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 28
Skólaríkið ir ó sjálfsagt megi deila um margt í íslenzkum skólamál- um, verður því varla móti mælt, að skólakerfið almennt sé löngu staðnað í ófrjóu stagli og ítroðslu. Nemendur sitja á skólabekk til að læra og þylja minnisatriði, en ekki til að þroska anda sinn, finna hæfi- leikum sínum útrás, efla dóm- greind sína, andlegt sjálfstæði og frumkvæði. Af þeim sökum er ekki úr vegi að víkja hér nokkrum orðum að einum merkilegasta skólamanni sem nú er uppi í Evrópu og þeim skólum sem hann hefur komið á fót víða um lönd. Dr. Kurt Hahn hefur í hart- nær fimm áratugi helgað sig því háleita verkefni að sam- ræma alhliða mótun nemand- ans almennri menntun hans. Þetta starf hófst árið 1920 þegar Hahn stofnaði fyrsta skóla sinn í Salem við Bodensee í samvinnu við Max prins af Baden, sem var síðasti forsæt- isráðherra þýzka. keisaradæm- isins. Hugmyndina að skólan- um fékk Hahn við lestur „Lýð- veldisins" eftir Piaton. Honum varð ljóst að leikir, íþróttir og líkamleg vinna væru sízt lítil- vægari en sjálft bóknámiö. Þessvegna lagðist hann gegn þeirri tegund skóla sem hann nefndi „jóníska“, þar sem nem- endum er frjálst að velja þær námsgreinar sem þeim falla bezt og leggja einhliða stund á þær. Smekkur barns er engan- veginn öruggur mælikvarði á það hvar hæfileikar þess liggja. En Hahn er líka eindregið á móti hinum svokallaða „spart- verska" skóla, þar sem stefnt er að því að uppgötva afburða- menn fyrir ríkið, en fjöldinn verður útundan. Bókaormurinn og íþróttagarpurinn fá þar að njóta sín, en aðrir ekki. Hinn „platónski" skóli miðar hins- vegar að því að hjálpa nem- endum til að finna sinn innri mann og velja sér hlutverk við hæfi í lífinu. Það verður einungis gert með því að kynna þeim sem flesta þætti mann- lífsins. Undirstaða farsæls lífs er líkamleg hæfni, og hana geta allir öðlazt með nokkurri ástundun. Að sjálfsögðu falla mörgum nemendum líkamsæf- ingar og erfiði illa í byrjun, en það breytist að jafnaði þegar frá líður. Lögð er áherzla á að 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.