Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 30
Skólaríkið
Myndin til vinstri er lir járnsmiðju
nemenda í Salem, en hin myndin er
af sjóbörgunarsveit nemenda á æfingn.
innræta nemendum sjálfsagaj
sem er eitt meginskilyrði sjálfs-
tjáningar. Jafnskjótt og nem-
endur hafa fundið styrk sinn
— en ekki fyrr — er þeim kom-
ið í kynni við veikleika sína, því
ósigrar eru jafnómissandi og
sigrar í góðu uppeldi. Enn-
fremur leggur Hahn ríka
áherzlu á holla fæðu og fagurt
umhverfi skólans.
í öndverðu voru nemendur í
Salem aðeins 24 talsins, en eru
nú 500. Hluti þeirra stundar
nám við þrjá skóla sem eru ná-
tengdir Salem.
Á undanförnum áratugum
hafa hugmyndir Hahns fest
rætur víða um heim, og eru
skólar hans nú starfandi í
þremur heimsálfum. Honum
var sjálfum vísað burt frá
Þýzkalandi, þegar Hitler kom
til valda, settist að í Bretlandi
1933 og stofnsetti hinn heims-
kunna skóla í Gordonstoun í
Norður-Skotlandi þar sem 500
nemendur eru nú við nám.
Meðal nemenda frá Gordons-
toun er hertoginn af Edinborg.
Eftir seinni heimsstyrjöld
sneri Hahn aftur heim til
Þýzkalands, en dvelst árlega
nokkra mánuði í Bretlandi,
enda eru margir skólar hans
starfandi þar. Hann er orðinn
81 árs gamall.
Grundvallarhugmyndin í
skólakerfi Hahns er samstjórn
nemenda. Þeir mynda svonefnt
„skólaríki" þar sem höfuð-
áherzla er lögð á ábyrgðartil-
finningu, þegnskap, sjálfsaga
og tillit til annarra. Nemendur
bera sjálfir ábyrgð á aga í skól-
anum, námi sínu og vinnu.
Undir handleiðslu hæfra kenn-
ara verður hér um að ræða
sjálfsnám sem er ævinlega af-
farasælasta menntaleiðin.
Tilhögun „skólaríkisins”, t. d.
í Salem, er með þeim hætti, að
nemendur „komast áfram"
fyrir dugnað, árvekni og ein-
beitni. Jafnvel 10 ára gömul
skólabörn hafa skyldum að
gegna í heimavist, eldhúsi,
skólagarði og á leikvelli. Þau fá
ekki að klæðast gráum ein-
kennisbúningi skólans fyrr en
eldri nemendur eru ánægðir
með þau. Haldi þau áfram að
taka framförum, komast þau
kannski í hóp þeirra sem fá
að ganga með fjólubláan ein-
kennisborða skólans á hand-
leggnum. Þessi úrvalshópur kýs
sjálfur nýja meðlimi, og þarf
tvo þriðju hluta atkvæða til að
ná kosningu. Allt að þriðjungi
hópsins getur setið hjá við at-
kvæðagreiðslu, en gagnatkvæði
felur í sér neitunarvald.
Þeir sem ganga með ein-
kennisborðann eru „hjálpar-
menn“ og skólastjóra til beinn-
ar aðstoðar við daglegan rekst-
ur skólans. Þeir gæta þess að
aðrir nemendur ræki skyldur
sínar, en fyrst og fremst ber
þeim að vera fyrirmyndir ann-
arra um breytni og ástundun.
Refsingar skólayfirvalda tíðk-
ast ekki í Salem, því sjálfsaginn
er einn af hornsteinum „skóla-
ríkisins“. Nemendur eiga ekki
að verða uppvísir að yfirsjón-
um, heldur játa þær sjálfvilj-
ugir, og er það þáttur í mótun
persónuleikans.
30