Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 32

Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 32
2. DAGUR. Það komu hérna í morgun tveir strákar á rauðum sláttu- vélum eins og þeir nota í lysti- görðunum hér um slóðir og felldu alla fíflana sem voru byrjaðir að brosa á móti morg- unsólinni. Það var eins og þeir færu með sandpappír á túnið og nudduðu gula litinn upp úr því. Svona stóratburðir verða mönnum alltaf kærkomið um- ræðuefni á sjúkrahúsum, og okkur sem erum rólfærir finnst það dularfullt að mennirnir sem stjórna þessu verki skyldu þurfa að etja tveimur sláttu- vélum á fíflagreyin síðast í maí, og spretta nánast engin ennþá. Síðan hurfu strákarnir út í borgina á sláttuvélum sín- um, og í því kom hafragraut- urinn. 3. DAGUR Ég byrja alltaf á því á morgnana áður en hafragraut- urinn kemur að gapa út um gluggann. Ég er naumast bú- inn að þurrka stírurnar úr aug- unum þegar ég rýk út í glugg- ann. Turninn á Hallgríms- kirkju, sem trónar yfir Gagn- fræðaskóla Austurbæjar fyrir vestan Barónsstíginn, hleypir mér samt alltaf í vont skap. Ég trúi því ekki að þessi himnastigi sé guði þóknanleg- ur og að mennirnir séu að klambra þetta honum til dýrð- ar. Ég tek ekki gleði mína aft- ur fyrr en gangastúlkurnar koma með grautinn og mjólk- ina og brauðmatinn: ég eins og kúri þangað til og reyni að kála mannvirkinu með augna- ráðinu. Gangastúlkurnar eru alltaf í skínandi skapi. Þær bera sjúklingunum brandara með morgunverðinum og eru heilsubót. Ein í flokki þeirra er með dökkt snöggklippt hár sem jaðrar við drengjakoll og snaggaralegt og frjálsmannlegt yfirbragð og hlakkar einhver lifandi ósköp til sjómanna- dagsins. Ég heyrði útundan mér í gær að einn af sjúkling- unum hafði verið verkstjórinn hennar í frystihúsi. Mikið hef- ur manneskjan blæfagran mál- róm. Hann er flauelsmjúkur og samt litríkur. Blái ganga- stúlkubúningurinn og hvíta svuntan og hvíti léreftskamb- urinn sem hún ber klæðir hana sérdeilis vel, og hún er í stór- um hvítum spítalaklossum sem smellur í eins og gervitönnun- um í spítalaprestinum og það er ekki laust við að það sé danstaktur í mjöðmunum þeg- ar hún gengur. Hún spurði mig að því fyrsta morguninn hvort ég vildi sykur út á grautinn, og kallaði út á ganginn með flauelsröddinni þegar ég jánk- aði: „Hvar er sykrið“? Hún er Vestfirðingur. 5. DAGUR. Þeir sem hafa fótavist sækja út á ganginn og leggja kabal. Það er ekki amast við því af því að setustofan er engin. Það er engin setustofa hérna af því það verður að nýta hvern krók og kima handa sjúklingunum. Jafnvel læknarnir eru svona hálfpartinn í húsnæðishraki. Nú gætu þeir að vísu rekið sjúklingana í einni stofunni út á gaddinn og eignast þannig sæmilegt vinnupláss, en þeir eru ekki þannig sinnaðir. Hins vegar heldur árans strýtan á Hallgrímskirkju áfram að hækka engum til gagns. Bridge- flokkurinn sem var hérna á ganginum þegar ég lagðist inn er tvístraður af því driffjöður- in fékk reisupassa. Hér kváðu fjórir sjúklingar hafa verið að spila bridge á ganginum á dög- unum þegar einn sagði þrjú grönd og leið útaf. Hann var borinn inn í rúmið sitt og opn- aði augun og sagði: „Ég set út tígul þristinn.“ Ég vona bara að svona góð saga sé ekki til- búningur, og maðurinn sem sagði mér hana er raunar með ærleg augu. Hann reykir pípu eins og ég en er raunalega oft með stíflu, og allur þessi blást- ur í pípuhólkinn þangað til vinur minn er að því kominn að springa getur naumast ver- ið til heilsubótar ef hann er nú til dæmis tæpur fyrir hjartanu. Við reykjum á stigapallinum og það er ekki amast við því af því við megum helst ekki eitra andrúmsloftið á sjálfum gang- inum. Þá þegar við sitjum þarna og svælum þá heyrum við raddir þeirra á kvenna- ganginum uppi sem eru líka staddar á stigapallinum að reykja sér til upplyftingar. Ein þeirra krossbölvar eins og arg- asti sjóari, eða eins og síldar- stelpa, eins og sagt var í gamla daga. Mig dauðlangar að for- vitnast um hvernig manneskj- an lítur út, en það eru óskráð lög að við á kallagangi gerum ekki strandhögg hjá kvenfólk- inu. Þó eru fjórar að ofan gestir hjá okkur núna af því þær komast ekki fyrir á kvennaganginum. Þær tipla stundum út úr herberginu sínu á rósóttum nælonslopp og setja svip á staðinn, og á kvöldin þegar hjúkrunarkonurnar og gangastúíkurnar eru búnar að gera klárt fyrir nóttina, þá er gólfið fyrir framan herbergis- dyr gestanna síbreiða af rósa- knippum og nelikku- og túlí- panavöndum sem vinir þeirra halda áfram að bera að þeim. 6. DAGUR. Ég tek mér tak svosem einu sinni á ári og byrja að safna blaðadellu. Ég hjó áðan eftir nýyrði sem þeir voru með í morgunfréttum útvarpsins, nefnilega „misgáningsárás", sem mér finnst afleitt orð. Svo sá ég í blaði í gær eða í fyrra- dag að kona var kölluð „heima- frú“ (húsmóðir) og blaðamað- ur sem skrifaði með talsverðum gusugangi um væntanlega þjóðhátíð, hann talaði um „þjóðföt“ en ekki „þjóðbún- ing“! En samviskan byrjar allt- af að segja til sín og ég hætti alltaf að safna. Það vill slá út í fyrir svo mörgum. Hingað á sjúkrahúsið kom einhverju sinni orðsending frá rann- sóknarstofu annars sjúkrahúss sem tekur stundum okkar fólk í skoðun. Hjúkrunarkonurnar hér um borð voru áminntar um það með bréfi að sjúklingun- um bæri að vera mættir „hálf- tíma fyrir komu“. 8. DAGUR. í morgun á áttunda tíman- um þegar ég var að leggja kap- al, stóðu allt í einu þrjár skóla- stúlkur við gangdyrnar og ætl- uðu niður úr gólfinu af feimni og spurðu skjálfandi á bein- unum eftir hjúkrunarkonunni. Þær eiga að vinna hérna í sumar. Þær voru í stuttpilsum samkvæmt nýjustu tísku og ein þó miklu mest af því hún var nánast berrössuð, greyið litla. Það gekk eitthvað brös- ótt að finna á þær búningana („Þær eiga að vera í bláu“, sagði yfirhjúkrunarkonan) en um áttaleytið brölti sú fyrsta algölluð út úr fatageymslunni og með plastfötu í annarri hendi og gólftusku í hinni, og ég hefði ekki þekkt hana aftur ef ég hefði ekki kannast við limaburðinn. Hún er eins og álfur, eins og folald, eins og nýborinn kálfur. Hún heldur eflaust í svipinn (eða svo sýn- ist manni á upplitinu) að hún sé ólánlegasta manneskjan á öllu íslandi að því er snertir klæðaburðinn, en sannleikur- inn er sá að hún er myndarleg og falleg og indæl í þessum bláa þjónustubúningi þó að hann sé ekki uppi á lærum á henni. Þegar hún læddist inn til okkar á tíunda tímanum til að ræsta hjá okkur þá þorði 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.