Samvinnan - 01.08.1967, Side 38

Samvinnan - 01.08.1967, Side 38
VMDMÚN FASKTA stjórnarskránni veitt heimild til að velta úr sessi réttkjörn- um ríkisstjórnum og skipa for- sætisráðherra að eigin vild, sem verða þó að sjálfsögðu að hafa þingmeirihluta á bak við sig til að geta starfað. Papan- dreú hafði yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig og 173 af 300 þingsætum þegar honum var vikið frá. Eftir að Karamanlís hrökkl- aðist frá völdum 1963 og flúði land, tóku hinir mörgu mið- flokkar í grískum stjórnmál- um höndum saman undir for- ustu Papandreús og mynduðu Miðflokkasambandið, sem vann nauman meirihluta í þing- kosningunum 1963, en vann frægan sigur í öðrum kosning- um snemma árs 1964 og tryggði sér öruggan meirihluta a þingi. Stjórn Papandreús naut mik- illa og vaxandi vinsælda meðal grískrar alþýðu, þar eð hún gerði sér far um að bæta kjör þeirra sem mest höfðu orðið afskiptir í örum efnahagsupp- gangi landsins. Papandreú hækkaði laun kennara og opin- berra starfsmanna um 12%, jók tryggingagreiðslur til verkamanna og hækkaði opin- bera styrki til hinna aðþrengdu bænda úr 1700 milljón krónum 1963 uppí 3600 milljón krónur árið 1965. Jafnframt gaf hann þeim eftir skuldir við ríkissjóð, sem þeir höfðu stofnað sér í vegna undangengins uppskeru- brests. Hér var um að ræða verulega bót á lífskjörum sveitafólksins, sem nemur 51% þjóðarinnar. Víðtækar endur- bætur hans á skólakerfinu voru gagngerar og mæltust vel fyrir, ekki sízt afnám svonefndrar hreingrísku í skólum landsins, en það tungumál er hvergi til nema á bókum. Lét hann prenta mikið magn kennslu- bóka á alþýðumáli, sem allar samtímabókmenntir Grikkja eru samdar á, en það er til marks um öfgarnar í griskum stjórnmálum, að þessar bækur voru eyðilagðar eftir að Papan- dreú var vikið frá. Einsog fyrr segir hafði Kon- stantínos konungur stjórnar- skrárheimild til að leika það lymskubragð sem setti Grikk- land á annan endann í júní 1965, en margir hafa undrazt að honum skyldi haldast það uppi. Skýringin er fyrst og fremst fólgin í djúpstæðum ótta grísku þjóðarinnar við blóðug átök sem kynnu að leiða af sér borgarastyrjöld. Bæði Papandreú og þjóðin öll voru minnug hins ægilega seinna bræðrastríðs sem lauk árið 1949, og allt þótti tilvinnandi að koma í veg fyrir annað slíkt. Meðal annars af þeim sökum brugðu ýmsir sam- herjar Papandreús trúnaði við hann 1965 og komu til leiðar málamiðlun, sem hélt minni- hlutastjórnum við völd í tæp tvö ár. Hins er vert að minnast í þessu sambandi, að í desem- ber 1944, þegar fyrri borgara- styrjöldin brauzt út, var Pap- andreú forsætisráðherra og átti sinn stóra þátt í að bægja kommúnismanum frá Grikk- landi. Hann er af flestum, jafnt fjandmönnum sem samherjum, viðurkenndur fyrir að vera einn heiðarlegasti stjórnmála- maður Grikkja á þessari öld, og enginn hefur átt ríkari þátt í því en hann að draga úr á- hrifum öfgaaflanna til hægri og vinstri. Beint tilefni stjórnarkrepp- unnar í hitteðfyrra var þver- girðingsháttur konungs, þegar Papandreú vildi víkja hermála- ráðherranum, Petros Garúfalj- as, úr embætti. Ástæðan var sú að Papandreú hafði verið þvingaður til þess árið 1964 að hafa þennan mann í ríkisstjórn sinni, endaþótt hann væri úr stjórnarandstöðunni. Var það eitt bragð konungs og hirðar til að tryggja sér óskoruð yfir- ráð yfir hernum, sem jafnan hefur verið ákaflega hægri- sinnaður. Garúfaljas e” auð- ugur bjórframleiðandi, kvætir,- ur þýzkri konu af hinni kunnu Fuchs-bjórframleiðendaætt, og eru þau hjón mjög handgengin hinni ráðríku konungsmóð'or, Frederiku, þannig að þræðirn- ir eru augljósir. Garúfalias gegndi embætti sínu með þeim hætti, að hvorki forsætisráð- herrann né aðrir ráðherrar fengu að stíga fæti inn fyrir þröskuld hermálaráðuneytisins eða hafa nokkur afskipti af því. Þessu undi Papandreú ekki til langframa og heimtaði hreina lýðræðisstjórn í land- inu, en konungur hafnaði þeim skilningi, að forsætisráðherra ætti að ráða skipan ríkisstjórn- ar sinnar, og setti hann af. Papandreú var fyrsti for- sætisráðherra Grikkja um ára- bil sem hafði ótvíræðan meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig og vildi af heilum hug bæta lífskjör almennings. í þeirri viðleitni lenti honum saman við tvö sterkustu öflin í landinu, hina voldugu auð- jöfra, sem lifa við mikil for- réttindi og ala á botnlausri spillingu, og við herinn sem jafnan hefur verið mjög í- haldssamur og konunghollur — og er annt um pólitískt áhrifa- vald sitt. í hernum voru að vísu tvö herforingjafélög, Aspíða (skjöldur) og íðea (hug- sjón). Var haft fyrir satt, að Aspíða væri félagsskapur vinstrisinnaðra herforingja, en íðea hernaðarsinna með fas- ískar hneigðir. Þessi hægri- öfl voru ákaflega sterk, og margir óttuðust uppreisn gegn þeim, ekki af hálfu Aspíða, sem talinn var vera áhrifalítill fé- lagsskapur, heldur af hálfu kommúnista sem mjög höfðu aukið fylgi sitt síðan borgara- styrjöldinni lauk. Þeir áttu fylgisaukningu sína ekki sízt að þakka öfgum og ofstopa hægriaflanna og svo hinu hörmulega efnahagslega og fé- lagslega misrétti í landinu. Eitt meginafrek Papandreús var að draga verulega úr áhrifum öfgaaflanna til vinstri, og hann hafði fullan hug á að stemma stigu við yfirgangi og forrétt- indum hægriaflanna. ASPÍÐA-MÁLIÐ Það var í þessu samhengi sem hið svonefnda Aspíða- samsæri kom fram í dagsljós- ið, og töldu flestir Grikkir sem ég átti tal við fyrir tæpu ári, að hér hefði verið um að ræða hreinan skrípaleik, sem mið- aði að því að grafa undan Papandreú og hrekja hann frá völdum. Herrétturinn, sem um málið fjallaði, eftir að undir- búningsrannsókn hafði farið fram í tæp tvö ár, fann ekkert sem benti til þess að Andreas Papandreú, sonur hins aldna forsætisráðherra, hafi verið leiðtogi Aspíða, og fátt hefur komiö fram sem renni stoðum undir þá ályktun að um sam- særi hafi verið að ræða. Her- rétturinn treystist ekki til ann- ars en sýkna 13 af 28 ákærðum herforingjum, en dæma hina í fangelsisvist, enda þótt þeir hefðu allir átt að sæta dauða- refsingu samkvæmt grískum lögum, ef ákærurnar hefðu ver- ið á rökum reistar. Aspíðamál- ið er runnið undan rifjum Garúfaljasar hermálaráðherra, og það kom fáum Grikkjum á óvart, því þeir eru löngu orðn- ir vanir áþekkum bellibrögð- um í viðleitni hægrimanna við að koma umbótamönnum eins- og Papandreú frá völdum. Papandreú yngri hefur mjög verið orðaður við þessi mál og reynt að gera hann tortryggi- legan með dylgjum um að hann sé gamall kommúnisti eða vin- veittur kommúnistum. Þessar dylgjur má meðal annars rekja til þess að hann barðist á sín- um tíma með oddi og egg gegn fasistanum og einræðisherran- um Metaxas. Hve fáránlegar þær eru, birtist kannski ljós- legast í því að íhaldsmaðurinn Kanellópúlos, sem fór með embætti forsætisráðherra þeg- ar valdaránið var framið í vor, var rekinn í útlegð á valda- skeiði einræðisherrans. Papan- dreú yngri fór til Bandaríkj- anna fyrir heimsstyrjöldina, gerðist bandarískur þegn og virtur prófessor í hagfræði við háskólann í Berkeley í Kali- forníu. Hann kom ekki aftur til Grikklands fyrr en 1961 og var þá kvaddur heim af Karaman- lís til að veita forstöðu nýrri efnahagsstofnun. Hann sat á þingi og naut þinghelgi, svo að herrétturinn fékk ekki að kalla hann fyrir sig, en í vetur leið hótaði ríkisstjórn Stefanópúl- osar að svipta hann vegabréfi sínu, eftir að hann hafði heim- sótt Norðurlönd. Linnulausar árásir hægrimanna á hann undanfarin tvö ár hafa mjög stuðlað að vinsældum hans í Grikklandi, því grískir almúga- menn eru klókir í refskák stjórnmálanna og vita sem er, að ekki væri eytt svona miklu púðri á einn mann nema hann hefði eitthvað meira en lítið til brunns að bera. Hinsvegar er það kaldhæðni örlaganna, að andlegt skoffín einsog Grí- vas hershöfðingi, sem öll gríska þjóðin hló að þegar hann reyndi að koma fram í 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.